BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, október 12, 2006

Leigjandinn

Það var greinilega ekki svo slæm hugmynd að leigja íbúðina mína út :) - ég er allavega ríkari fyrir vikið.

Já pönnunum fjölgaði inn í skáp hjá mér ásamt nokkrum áhöldum í skúffurnar. Einnig eignaðist ég ljós ásamt mottu. Svo var líka skilið eftir freyðivín inn í ísskáp svo ég gæti skálað við vini míni fyrir heimkomu minni.

Það er munur að hafa svona leigjanda og skilaði íbúðinni minni líka svona fínni.

*Ég lét leigjandan minn vita af hlutunum sem hún skildi eftir en sagði að ef ég vildi þá ekki þá skyldi ég bara fleygja þeim.

###

Ekki hélst ég lengi netlaus - hélt út í um viku áður en ég hringdi og pantaði netið. Gjörsamlega háð greinilega. Líka voðalega óþægilegt að vera netlaus heima hjá sér og fara heim til mömmu á netið eða "snikja" hjá öðrum að fara á netið hjá þeim.

###

Þrjóska

Spurning hvort stúlkan eða sjónvarpstækið sé þrjóskari!

Um daginn þá var sjónvarpið svo skemmtilegt að slökkva alltaf á sér á stuttu millibili en þar sem stúlkan var að horfa á eitthvað mjög svo skemmtilegt þá gafst hún ekki upp og fór bara að sofa eins og margir hefðu gert.

Nei hún reyndi að tala sjónvarpið til og þrjóskaðist við að kveikja á því aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur...... eða þar til tókst að klára að horfa á það sem í sjónvarpinu var.

Að fara í þrjóskukeppni við sjónvarpstæki sem að sjálfsögðu hefur engan vilja er bara rugl og spurning hvenær stúlkukindin verður lögð inn ;)

0 Mjálm: