BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, október 22, 2006

Hvalveiðar

Jamm Kárahnjúkavirkjun búin að falla í skuggann af hvalveiðum!

Ég er ekki á móti hvalveiðum og skil svo sem vel að margir hverjir vilja fara að veiða hval og ekki láta aðra stjórna hvort við veiðum hval eða ekki.

En hægan hægan - stöldrum aðeins við og skoðum aðeins málið.

Í ljósi þess að ferðaþjónustan er önnur stærsta atvinnugrein Íslendinga og margir koma hingað til þess að fara í hvalaskoðun þarf þá ekki aðeins að hugsa um það. Hvalaskoðunarfyrirtækin eru að fá alveg rosalega marga til sín á hverju ári, þannig að það er alltaf möguleikinn fyrir hendi að þau missi eitthvað af túristunum.

Plúsinn við þetta er að hvalaveiðirnar eru núna er að hvalaskoðunarferðir enda yfirleitt í október og byrja ekki aftur fyrr en í apríl.

Hitt aftur á móti sem mér finnst líka mjög slæmt og hafði ekki hugsað út í áður er það að Ísland er að sjálfsögðu hluti af alþjóðasamfélaginu og sem hluti af því hefur það að sjálfsögðu ábyrgð að vera á sömu síðu. Ef einhverjir ætla að hallmæla því þá getum við bent á til dæmis Norður-Kóreu. Þeir eru að hafna tilmælum alþjóðasamfélagsins að losa sig við kjarnorkuna, má hugsanlega líka segja um Írak.

Ísland er að fara í sama flokk að hundsa aðrar þjóðir og gera eins og okkur hentar bara. Hvernig lítum við þá út ef kemur að öðrum málum sem geta jafnvel ógnað öryggi - jafnvel þótt sé kannski langsótt en þá geta aðrar þjóðir litið þannig á málið.

Svo það þriðja er að langreyðan er á alþjóðlegum lista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu - það þarf bara að taka tillit til þess.

Ekki alveg láta stoltið stjórna sér!

0 Mjálm: