BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, október 31, 2006

Elda

Held það sé mér ofviða að elda tvö kvöld í röð.

Þar sem ég eldaði kvöldmat í gær þá er ég ekki að nenna því núna.

Hvað á maður þá að borða?

föstudagur, október 27, 2006

Brak í beinum

Hljóð sem mér finnst virkilega óþolandi er brak í beinum!

Ég er stranglega búin að banna bræðrum mínum að gera þetta þegar ég er nálægt. Þeir virðast þó gleyma því ansi oft :(

En hvað gerir maður þegar maður er staddur á fundi eða námskeiði og einhver gerir þetta. Ekki er hægt að banna þeim þetta? Ég get sjaldnast stokkið fram til þess að flýja hljóðið?

Hvað getur maður gert?

###

Jæja búin að taka persónuleikaprófið og þá er bara að bíða og bíða

sunnudagur, október 22, 2006

Hvalveiðar

Jamm Kárahnjúkavirkjun búin að falla í skuggann af hvalveiðum!

Ég er ekki á móti hvalveiðum og skil svo sem vel að margir hverjir vilja fara að veiða hval og ekki láta aðra stjórna hvort við veiðum hval eða ekki.

En hægan hægan - stöldrum aðeins við og skoðum aðeins málið.

Í ljósi þess að ferðaþjónustan er önnur stærsta atvinnugrein Íslendinga og margir koma hingað til þess að fara í hvalaskoðun þarf þá ekki aðeins að hugsa um það. Hvalaskoðunarfyrirtækin eru að fá alveg rosalega marga til sín á hverju ári, þannig að það er alltaf möguleikinn fyrir hendi að þau missi eitthvað af túristunum.

Plúsinn við þetta er að hvalaveiðirnar eru núna er að hvalaskoðunarferðir enda yfirleitt í október og byrja ekki aftur fyrr en í apríl.

Hitt aftur á móti sem mér finnst líka mjög slæmt og hafði ekki hugsað út í áður er það að Ísland er að sjálfsögðu hluti af alþjóðasamfélaginu og sem hluti af því hefur það að sjálfsögðu ábyrgð að vera á sömu síðu. Ef einhverjir ætla að hallmæla því þá getum við bent á til dæmis Norður-Kóreu. Þeir eru að hafna tilmælum alþjóðasamfélagsins að losa sig við kjarnorkuna, má hugsanlega líka segja um Írak.

Ísland er að fara í sama flokk að hundsa aðrar þjóðir og gera eins og okkur hentar bara. Hvernig lítum við þá út ef kemur að öðrum málum sem geta jafnvel ógnað öryggi - jafnvel þótt sé kannski langsótt en þá geta aðrar þjóðir litið þannig á málið.

Svo það þriðja er að langreyðan er á alþjóðlegum lista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu - það þarf bara að taka tillit til þess.

Ekki alveg láta stoltið stjórna sér!

mánudagur, október 16, 2006

Til hamingju með afmælið pabbi!

fimmtudagur, október 12, 2006

Leigjandinn

Það var greinilega ekki svo slæm hugmynd að leigja íbúðina mína út :) - ég er allavega ríkari fyrir vikið.

Já pönnunum fjölgaði inn í skáp hjá mér ásamt nokkrum áhöldum í skúffurnar. Einnig eignaðist ég ljós ásamt mottu. Svo var líka skilið eftir freyðivín inn í ísskáp svo ég gæti skálað við vini míni fyrir heimkomu minni.

Það er munur að hafa svona leigjanda og skilaði íbúðinni minni líka svona fínni.

*Ég lét leigjandan minn vita af hlutunum sem hún skildi eftir en sagði að ef ég vildi þá ekki þá skyldi ég bara fleygja þeim.

###

Ekki hélst ég lengi netlaus - hélt út í um viku áður en ég hringdi og pantaði netið. Gjörsamlega háð greinilega. Líka voðalega óþægilegt að vera netlaus heima hjá sér og fara heim til mömmu á netið eða "snikja" hjá öðrum að fara á netið hjá þeim.

###

Þrjóska

Spurning hvort stúlkan eða sjónvarpstækið sé þrjóskari!

Um daginn þá var sjónvarpið svo skemmtilegt að slökkva alltaf á sér á stuttu millibili en þar sem stúlkan var að horfa á eitthvað mjög svo skemmtilegt þá gafst hún ekki upp og fór bara að sofa eins og margir hefðu gert.

Nei hún reyndi að tala sjónvarpið til og þrjóskaðist við að kveikja á því aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur...... eða þar til tókst að klára að horfa á það sem í sjónvarpinu var.

Að fara í þrjóskukeppni við sjónvarpstæki sem að sjálfsögðu hefur engan vilja er bara rugl og spurning hvenær stúlkukindin verður lögð inn ;)

sunnudagur, október 08, 2006

Hjól

By the way - á einhver hjól sem hann/hún/það getur lánað mér í smá tíma?

Ég er svo mikil auli að það nær engri átt. Er komin með þvottavélina mína og í gær ætlaði ég svo sannarlega að fara að þvo. Setti inn í þvottavélina og stillti hana og kveikti á henni.

En ekkert gerðist :( - fór þá að vesenast í krananum til þess að athuga hvort það væri rennsli í honum. Eftir dálitlan tíma gafst ég upp. Fór til mömmu með þvottinn minn og þvoði. Í dag var önnur tilraun, setti í þvottavélina en ekkert gerðist. Hringdi því í pabba og hann spurði eitthvað um þvottavélina.

Í stuttu máli sagt - pabbi kom með verkfærasettið sitt til þess eins að komast að því að slangan í þvottavélina var snúin. Hann lagaði slönguna og vélin af stað.

Hversu mikið aulaháttur getur þetta verið á mér?

Þannig að það er komin hlutur á jólagjafalista. Verkfæratösku og ekki væri verra að fá einhver verkfæri og smá vit með til þess að aulaháttur fari.

laugardagur, október 07, 2006

Systursonur

Það svona merkilegast sem er búið að gerast er að ég er búin að eignast systurson :) - systir mín skellti sér upp á spítala á þriðjudaginn og bara kom honum í heiminn svona einn, tveir og þrír.


Merkilegt hvað allt þarf líka að gerast í einu - þegar ég loksins er eitthvað að gera hjá mér þá bara hleðst allt upp.

###

Heima er best!
Ég er flutt heim og þvílík ánægð og mikið rosalega er það gott. Þegar ég fékk íbúðina mína fyrir viku síðan lá við að ég valhoppaði alla leið :) - hefði aldrei getað trúað því hvað var gott að koma heim. Er búin að prófa Grafarvoginn, smáíbúðarhverfið, Breiðholtið og Hafnarfjörðinn og mitt hverfi er bara best.

Annars held ég að ég kunni ekki lengur á Reykjavík :( - hef núna gengið nokkrum sinnum í og úr vinnu og ég er barasta ekki að fatta gönguljósin.