Kjúklingur
Ég er stundum soddans kjúklingur..... alveg ferlegt.
Fékk símhringingu í morgun frá stelpu sem er með mér í ferðamálafræðinni - við reyndar útskrifuðumst á sama tíma líka. En allavega þá var hún að segja mér frá hitting á morgun hjá fyrrum ferðafræðinemum. Við sem byrjuðum á sama tíma í HÍ en þar sem ég þarf hækjur og hækjurnar mínar (stelpurnar sem ég var mest með og þekki best) koma ekki :( önnur er ekki á svæðinu og hin kemst ekki eða kemur ekki þá veit ég ekki hvort ég eigi að fara. Langar pínku að hitta og sjá liðið en vantar hækjur.... urr - aulinn ég.
og þeir sem ætla að fara að kalla mig líka aula fyrir þetta þá er ég að fara gera ágætlega aðdáunarvert finnst mér eða mæta ein í brúðkaup þar sem ég þekki einungis brúðhjónin en ekki veislugesti....
kjáni, kjáni, kjánalegt
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
3
3 vinnudagar eftir....... jeiii
Vika í danmerkur- og þýskalandsferð og aðeins lengra í brúðkaup...
Skemmtilegt komment sem ég fékk í einu e-maili í morgun :)
Þakka Þú allur þinn félag og hjálpa , það er raunverulega þakka!!!
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
4
4 vinnudagar eftir......
Fékk íþróttameiðsl í gær - eftir seinasta átakstímann. Gerðist reyndar í búningsklefanum þar sem ég rak hendina allsvakalega í og er með bólgin á hendinni núna og á rosa bágt ;) Má segja að þetta sé íþróttameiðsl þar sem ég var stödd í ræktinni....
frí frí frí
mánudagur, ágúst 29, 2005
Niðurtalning hafin
Farin að telja niður núna í sumarfrí - get ekki beðið.
4 dagar og 25 mínútur......
laugardagur, ágúst 27, 2005
Pósturinn Páll
Ég er farin að vakna svo snemma á morgnana þegar ég get sofið út um helgar :( en eftir að vera búin að lesa fréttablaðið þá kveiki ég mjög oft á sjónvarpinu og fylgist með barnaefninu til þess að sjá hvort ég sofni ekki yfir því ;)
Hef því t.d.horft á Póstinn Pál en sá þáttur var líka í sjónvarpinu þegar ég var lítil. Ég hélt hinsvegar alltaf að pósturinn Páll væri bara einhleypur karl/piparsveinn með köttinn sinn. Mundi ekki eftir konunni og barninu sem virðist að hann eigi...... eða er það kannski nýtilkomið?
vika í frí
föstudagur, ágúst 26, 2005
Enn af baðkeri..
Splunkunýtt baðker komið í hús :) jeeii núna er bara að bíða eftir píparanum til þess að henda því upp og ég farin í bað svo með því sama nánast.
Er að komast að niðurstöðu með flíar að ég held.... nánast allir ef ekki allir sem ég hafa sýnt flísarnar hafa bent á þær sem mér líst best á. Spurning hvort allar séu svo hræðilegar að þetta sé það skásta ;) en annars benti Guðmunda vinkona mér á hversu mikil smekkmanneskja ég væri því það tónar allt saman. Gráar flísar í baðherberginu, grár litur í eldhúsinnréttingunni ásamt gráa litnum á einum veggnum í stofunni.
Vonandi tekst að koma baðherberginu svona að mestu í stand áður en ég fer út.... en það er einungis 5 og hálfur vinnudagur eftir...
sumarfríi nálgast óðfluga..
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Almenningsklósett
Einhverja hluta vegna vel ég alltaf enda klósett á almenningssalernum/vinnustöðum ef það eru þrjú eða fleiri í boði. Hef þar af leiðandi mikið pælt í því ef það eru fleiri eins og ég og velja endann þá hljóta þetta að vera mest notuðu klósettin. Og í vel flest skipti langar manni að fara á klósett sem er ekki mikið notuð af öðrum.
Þetta leiðir til þess að ef fleiri hugsa eins og ég þá ætti maður að velja miðju klósettið því færri velja það.
Lesendur góðir þið megið nú hjálpa mér með því að úrskurða úr hvort enda klósettin séu þau fjölsóttustu.
Hvað velur þú?
svara svo...
Baðkarsaga
Ákvað að hætta við þetta baðkar í Þýskalandi - nenni ekki bíða. Hef heldur eiginlega ekki tíman í það heldur. Búið að klikka 3 að það komi til landsins - allt er þegar þrennt er, er sagt. Veit svona lítið baðker fæst annarsstaðar og ætla bara að kaupa það þar - var bara vesen með fætur undir það en píparinn svona næstum fullvissaði mig um að yrði ekkert mál.
Er þó almennilegt með fyrirtækið sem ég ætlaði að kaupa baðkerið mitt að þau lofuðu að borga mér tilbaka og gerðu það meðan ég talaði við eigandann í símann í dag.
Þannig að nú fæ ég kannski bara baðker um helgina og get tekið gleði mína á ný :)
ekki of bjartsýn, ekki of bölsýn, halda jafnvæginu...
mánudagur, ágúst 22, 2005
Þoli ekki svona..
Merkilegt hvað "litlir" hlutir geta komið mann úr jafnvægi eða í vont skap. Er hræðilega pirruð núna yfir að hafa frétt að baðkarið sé enn í þýskalandi. Var farin að sjá fyrir mér að loksins gæti ég farið að fara í bað og þvegið mig heima hjá mér og allt að komast í horfurnar. Hélt þetta fyrst fyrir 2 vikum síðan en breyttist en svo frétti ég aftur í dag að séu 2 vikur... og er eiginlega alveg brjáluð og enn brjálaðri yfir því að láta þetta hafa svona áhrif á mig. Var nefnilega í hinu þokkalegasta skapi í dag þegar ég kom í vinnuna. Komin núna einn og hálfur mánuður sem ég hef beðið eftir baðkarinu mínu. arrrgggg....
bang bang...
Flugslys
Er það bara ég eða hefur flugslysum aukist verulega, finnst ég hafa svo heyrt mikið um slíkt undanfarna daga......
hmmm....
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Fjarlægðin.....
gerir fjöllin blá og mennina mikla og allt það.
Sé skóla í miklum dýrðarljóma núna, allt svo gott í skóla. Ok veit leiðinlegt að læra fyrir próf og oft að gera ritgerðir... en.... mig langar í skóla.....
vitlaus?
3 ár
Ég er búin að vera að hugleiða undanfarið og held ég sé komin að þeirri niðurstöðu án mikilla vísindalegra rannsókna þó.
En þessi hugleiðing um líf mitt þá held ég að á sirka 3 ára fresti þá tekur líf mitt stakkabreytingum. Kannski ekki róttækum en samt þó... í 3 ár er semsagt allt við það sama þangað til breytingar koma. Að vísu eru engar stórbreytingar hjá mér en þó verið að planleggja en verður að koma í ljós hvort af þeim verði. Kannski líka núna í fyrsta skipti sem ég virkilega ætla að breyta til í stað þess að aðstæður hjá mér gera breytingar án þess að þeirra sé endilega óskað.
En eins og er verður bara að koma í ljós. Kemur reyndar rosalega oft fyrir hjá mér (að mér finnst) að ef ég plana þá fellur það um sjálft sig ;)
spennandi tímar!!
Jeii jibbii jeii
Um 2 vikur í sumarfríið mitt.... yesss.... var samt að fatta að ég er að renna út á tíma að sækja um vegabréf. Þetta gamla er víst útrunnið.
Er víst að renna út á fleiri hlutum. Þarf að kaupa brúðkaupsgjöf sem ég veit ekkert hvað á að vera. Ekki græna. Finna föt til þess að fara í brúðkaupið, klára baðherbergið, reyndar heldur aftur að bíða eftir baðkerinu.
Annars átti Guðmunda vinkona afmæli í gær - þrátt fyrri að hafa hitt hana í hádeginu í mat þá ákvað ég líka að kíkja um kvöldið í smá æfmælisköku með fjölskyldunni hennar ;)
Strætókerfið hefur enn ekki komið illa út fyrir mig, reyndar nota það sáralítið. Er meira segja í smá klemmu því núna get ég náð í strætó eftir vinnu nr. 2 og tekið hann heim.. Spurning hvort ég ætti að gera það eða bara ganga heim.
Orðið mjög rólegt að gera í vinnunni - sem er góð tilbreyting en... samt kannski full rólegt á köflum!
fer í fríið...
sunnudagur, ágúst 14, 2005
Virða líf hvers annars
Í dag lá ég í sófanum heima hjá mömmu meðan ég var að bíða eftir þvottavélinni. Það var ekkert í sjónvarpinu nema Brúðkaupsþátturinn já sem ég þar af leiðandi fylgdist með. Í þættinum kom fram hjónabandsráðgjöf - sem nota bene mér fannst snilld. Það voru prestarnir Bjarni og Jóna Hrönn. Þau voru að tala um að það væru til ýmis heimil. Heimil samkynhneigðra, gagnkynhneigða, einstæðra foreldra o.s.frv. Það bæri að virða.Svo kom það sem mér fannst líka mesta snilldin. Það var þegar Jóna Hrönn talaði um einhleypinga að sumir kysu að vera einir, sambúðarformið væri ekki fyrir þá og það bæði að virða. EKki hrúga spurningunum um hvenær þeir/þau/þær ætli nú að ná sér í maka og ætli ekkert að ganga út. Það ber að virða hvernig hver og einn kýs að lifa sínu lífi og haga sínu heimili. Snilld.
Held þau hafi ekki gleymt neinum. Finnst reyndar þessi Bjarni prestur mjög fínn. Hef ekki mikið kynnst af honum en það litla sem ég hef séð er ég virkilega að fíla hjá honum. Finnst hann vera í tengslum við fólk.
Margir þyrftu einmitt að læra að virða líf annarra og hvernig þeir haga sínu lífi. Vera ekki að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Hvað ætli þau viti betur hvernig annar einstaklingur geti hagað betur sínu lífi.
Þetta með virðinguna kemur inn á svo margt annað - gæti minnkað fordóma til dæmis. Gæti einfaldlega gert lífið betra en þar sem maður veit náttúrulega alltaf betur en næsti maður þá getur þetta orðið erfitt!
;)
föstudagur, ágúst 12, 2005
Út um þúfur...
Gærkveldið fór algerlega út um þúfur hjá mér :( - sem betur fer varð ekkert úr vinnu um kvöldið - úrtak ekki tilbúið. Sem betur fer segi ég því mér leið ömurlega í gærkveldi. Hausverkur og læti. var búið að bjóða mér í mat sem ég boðaði mig aftur í eftir að hætt hefði verið við vinnu en var svo að afboða vegna hausverks. Prófaði að æla í nýja klósettið...virkaði ágætlega svo sem en baðherbergið sjálft er ekki upp á marga fiska þessa dagana hjá mér og því heldur óhuggulegt að fara yfir höfuð þangað inn...
var í smá tíma að hugsa hvort pabbi gæti aumkast smá yfir mér því ég vissi að hann væri í nágrenninu að vinna en harkaði af mér ;) og lá bara kyrr eins og best var að vera.
c´est la vie
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Bleh
Er að byrja aftur í vinnu nr. 2 í kvöld - er svo engan veginn að nenna því. Undanfarið hef ég nefnilega bara verið mína 8 klst í vinnu nr. 1 og það er svo ljúft. Veit það verður kannski ekki eins ljúft um mánaðarmótin en oh well. Er líka svo eitthvað illa upplögð er að fá þennan leiðindarhausverk....
En um 3 vikur í sumarfríið mitt... jeeiiii
Baðkerið mitt tefst :( þannig fæ það ekki fyrr en eftir næstu viku - buuhuuu. er ekki alveg að fíla það. Langar að koma þessu frá sem fyrst og geta farið í bað.
meira bleh
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
Þórsmörk
Skellti mér í ferð á sunnudaginn með einni hollenskri vinnufélaga. Vorum reyndar búnar að ákveða að fara í snæfellsferð en vegna smá misskilnings þá hélt hún að hætt hefði verið við ferðina á laugardagskveldi þannig að hún bókaði okkur í Þórsmerkurferð í staðinn. Við vorum einungis fjórir farþegar í þessari ferð í risastórri rútu með guide og driver. Miða við hversu leiðinlegt veður var allsstaðar þá tók við okkur ágætisveður í Þórsmörk og fengum okkur góðan göngutúr. Fórum einnig í Stakkholtsgjá þar sem við þurftum að vaða yfir eina á....þar sem ég tímdi ekki að bleyta skóna mína var ég því berfætt að vaða yfir.... og það var kalt.... úff. En var svo fínt að skella sér út úr bænum.
Er búin að fara í 2 tíma í átakinu - hef ekki enn fengið strengi. Ekki það að ég vilji vera að deyja úr strengjum en finnst samt að ég hljóti þá ekki vera að leggja mig nógu mikið fram eða gera nógu mikið...... eða hvað?
finnst ekkert leiðinlegt að fá komment - svona bara til þess að þið vitið það :)
kommenta kommenta :)
föstudagur, ágúst 05, 2005
Flísar
Höfuðverkur ársins - held sé næstum erfiðara en að finna málningu.... þetta er meira varanlegra. Veit ekkert hvað ég á að gera í þessum málum.... á eftir að skoða meira. Er líka með dýran smekk að því virðist - kom mér á óvart.
Þyrfti að fá álit hjá fleirum varðandi eina hugmynd..... pfff....
Get ekkert séð heildarútkomuna fyrir mér.... og ekki hægt að setja upp og taka svo niður. Ekki nema þú sért kannski multimilli.....
bleh
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Mánður og mánuðir
Mánuður í sumarfríið mitt :) - tveir mánuðir í annað og svo fimm mánuðir. Hlakka til þegar ég get talið niður daga.
Baðkarið mitt ætti að fara að koma að hvað að hverju..... jeii get þá loksins þrifið mig heima ;) í stað þess að þeysast út um allan bæ til þess. Læt mig dreyma um að liggja í fína baðkerinu mínu í fína baðherberginu mínu og nýt lífsins.... held draumurinn sé betri heldur en raunveruleikinn en keep ya post it.
Talandi um að telja niður þá er um 2 klst í púl í Laugum.....
púl.....