Blast to the past
Einhverra hluta vegna datt mér í hug að google uppi Skid Row en það var hljómsveit sem ég hélt mjög mikið upp á á unglingsárunum, þeir komu einnig til Íslands og ég fór á tónleika með þeim 1991 eða 1992. Fann heimaskíðu Skid Row en var dálitin tíma að finna út hvort þetta væru þeir. En svo virðist vera og finnst mér frekar fyndið að þeir séu enn að. Langar að sjá mynd af söngvaranum en mér fannst hann einmitt svo sætur ;)
Langar geðveikt á Duran Duran tónleikana - virðist hinsvegar ekki finna nein með mér :( - sú sem langar býr á Akureyri en við vorum algjörir fan á yngri árum og leikir okkar snerust mjög oft um strákana í bandinu en hún býr á Akureyri og kemst ekki þar sem hún þarf að mæta í vinnu daginn eftir. Vinkonurnar í Rvk voru annað hvort whamarar (ojjj) eða hafa ekki áhuga. Ef það verður vakt fer ég sennilegast bara á það þá.
Annars gengur lífið bara út á vinnu þessa dagana sem ég er að verða geðveik á......
I remember you.....
laugardagur, júní 18, 2005
Birt af Linda Björk kl. 23:36
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli