BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, júní 30, 2005

Rómantík

Fékk e-mail þar sem ég var spurð um eitthvað rómantískt og kæmi á óvart fyrir ferðafólk að fara milli Skóga og Reykjavíkur......

ég benti á draugasetrið á Stokkseyri.......

þriðjudagur, júní 28, 2005

er að gefast upp.........

föstudagur, júní 24, 2005

Íslendingaháttur

Er mikið búin að vera spá undanfarið í sambandi við fólk sem ég bóka. Það eru nefnilega þónokkrir búnir að bjóða mér annað hvort að hafa samband við sig ef ég væri að fara til hina og þessa landa og þau skyldu aðstoða mig við skipulagningu eða boðið mér gistingu. Það er reyndar aðeins sjaldgæfara þetta með gistinguna. Það sem mér finnst skrýtnast af þessu öllu saman er að ég er einungis að vinna vinnuna mína og ég held mér mundi aldrei detta þetta í hug ef ég væri í þeirra sporum. Ég mundi skilja þetta ef ég væri bara einhver út í bæ og gera þetta af einskærrum áhuga en ekki að vinna vinnuna mína.

Þannig að mér er spurn er þetta einhverskonar Íslendingaháttur í mér eða er ég bara svona afskaplega óalmennileg?

Finnst líka skrýtið þegar fólk færir mér gjafir fyrir það eitt að vinna vinnuna mína - en segir mér svo sem að eitthvað hlýt ég að hafa gert rétt ;) en finnst samt mjög gaman og yfirleitt nóg þegar fólk skrifar mér tölvupóst tilbaka eftir fríið sitt og segir hvað það hafi verið gaman og gott.

Jæja svarið mér nú... er ég svona óalmennileg eða er þetta einhverskonar Íslendingaháttur?

að vera eða vera ekki...

fimmtudagur, júní 23, 2005

Erótískt kvöld

Það eru komin 10 ár takk fyrir síðan ég var þátttakandi í erótísku kvöldi sem Ný-Ung hélt á jónsmessu.
10 ár takk fyrir - ótrúlegt. Fyndið að hugsa til þess að í upphafi fórum við tvö á fund hjá Ný-Ung til þess að ræða um þetta kvöld og fyrirkomulag og hvernig við mundum koma inn í þetta. En þrátt fyrir skringileg umræðu að fara að tala um erótík við fólk sem maður er að hitta í fyrsta skipti þá var ekkert óþægilegt við þetta og ég kynntist góðu fólki hjá Ný-Ung. Enda þegar tveimur árum síðar komu boð frá Sjálfsbjörg um hvort rauða kross fólk gæti verið með þeim að stofna unglingastarf hjá sér þá stökk ég til. Eignaðist vin sem er enn til staðar í dag og endurnýjaði kunningskap minn við aðra.

Meira af þessu erótíska kvöldi en það gekk rosalega vel fyrir sig og var vel mætt. Það sem stendur upp úr hjá mér er erótíski dansinn sem var rosalega flottur og afriski dansinn. Það sem mér þótti kannski einna erfiðast var að ég var að nudda.... nei ekkert erótískt við það .... Þetta var bara allt saman svo flott þó ég segi sjálf frá :)

Tilgangurinn með kvöldinu var meira og minna að opna umræðuna um kynlíf og fatlaða.

hasta la vista

sunnudagur, júní 19, 2005

prufa..

er að athuga svoldið...

laugardagur, júní 18, 2005

Blast to the past

Einhverra hluta vegna datt mér í hug að google uppi Skid Row en það var hljómsveit sem ég hélt mjög mikið upp á á unglingsárunum, þeir komu einnig til Íslands og ég fór á tónleika með þeim 1991 eða 1992. Fann heimaskíðu Skid Row en var dálitin tíma að finna út hvort þetta væru þeir. En svo virðist vera og finnst mér frekar fyndið að þeir séu enn að. Langar að sjá mynd af söngvaranum en mér fannst hann einmitt svo sætur ;)

Langar geðveikt á Duran Duran tónleikana - virðist hinsvegar ekki finna nein með mér :( - sú sem langar býr á Akureyri en við vorum algjörir fan á yngri árum og leikir okkar snerust mjög oft um strákana í bandinu en hún býr á Akureyri og kemst ekki þar sem hún þarf að mæta í vinnu daginn eftir. Vinkonurnar í Rvk voru annað hvort whamarar (ojjj) eða hafa ekki áhuga. Ef það verður vakt fer ég sennilegast bara á það þá.

Annars gengur lífið bara út á vinnu þessa dagana sem ég er að verða geðveik á......

I remember you.....

fimmtudagur, júní 09, 2005

Bleh

Ég þyrfti svo að komast til þess að kaupa strigaskó, langar líka í "sandala" en hef ekki tíma til þess að kaupa þetta. Þarf náttúrulega að gerast fyrir helgi..... skelfing skelfingar ástand.

Var svo þreytt þegar ég kom heim úr vinnunni í gær um tíu leytið að ég held ég hafi sofnað um hálftíma síðar.

Annars átti systir mín afmæli í gær og ég kíkti til hennar milli fjögur og fimm. Passaði systurdóttur mína í fyrsta skipti á mánudagskvöldið - allt annað hugafar - núna fékk ég að passa hana en þegar um systkini mín var að ræða hérna í denn þá þurfti ég að passa.....

sjæs

miðvikudagur, júní 08, 2005

Rétt eða Rangt

Hvenær veit maður að sé verið að gera rétt eða rangt?

Er þetta bara tilfinning sem er til staðar?
Finnst ég vera gera rétt gagnvart mér en svo kemur þessi tilfinning hjá mér og finnst ég einn stór kjáni sem ég er eflaust. En þessi smá söknuður líka.
Kannski er þetta allt þrjóska.... ég veit það ekki.
Veit þetta hverfur en virðist koma og fara.

útblástur

mánudagur, júní 06, 2005

Home sweet home

Hef ekki komið heim til mín síðan á föstudaginn - vonandi er bara ekki búið að brjótast inn ;) - er orðin frekar lúin hérna í vinnunni því ég fór beint frá flugvellinum og í vinnuna og eftir ekkert alltof skemmtilega nótt.
Var á Ísafirði og Bolungavík um helgina - sem aðstoðarmanneskja. Langar að fara að ferðast núna um Vestfirðina - leið pínku eins og ég væri í útlöndum þegar ég kom til Ísafjarðar. Hef ekki komið þangað síðan ég var átta ára eða álíka.

hlakka til að komast heim

föstudagur, júní 03, 2005

Myndavél

Systir mín og mágur eru búin að gera mikið grín af myndavélinni. Er svo komið að ég þori varla að taka myndir af hræðslu við að hlegið sé af mér.

Þetta er nefnilega filmumyndavél sem ég fékk í fermingargjöf en er þrusugóð - alveg þrælfínar myndir sem koma úr henni. Í skírninni þegar systir mín var eitthvað að spá í hvort ætti að brosa fyrri myndavélarnar þá sagði magur minn við hana að annað væri ekki hægt þegar ég færi að taka myndir. Uss suss ekki nema von að maður sé spehræddur ;)

Hef reyndar núna í smá tíma spáð í hvort ég ætti að fá mér digital myndavél - sérstaklega þegar í fjarlægðri framtíð að ég fer í öll ferðalögin mín að þá langaði mér að koma mér upp myndaalbúmi á netinu til þess að deila með vinum og vandamönnum. En það var önnur stelpa sem benti mér á sniðuga lausn en það er að þegar ég framkalla í ferðalögunum að framkalla bara á disk í staðinn fyrir pappír og þannig gæti ég sett myndir inn. Þannig að núna verð ég bara að yfirvinna þessu hræðslu og fara taka myndir stolt af myndavélinni minni.

Hinsvegar ef einhver fyllist yfirþyrmandi löngun að gefa mér digital vél þá slæ ég hendinni ekkert á móti því ;)

Linda myndavélahrædda

fimmtudagur, júní 02, 2005

Kokkur

Er komin kokkur til okkar - oh það er svo gott að fá eitthvað í hádeginu að borða sem maður þarf ekki sjálfur að spá í. Hann er algjör dúlla því í dag gerði hann svona tortilla en gerði sér fyrir mig og aðra stelpu því við borðum ekki rækjur. Þetta er reyndar bara stráklingur - rétt svo einu ári eldri en systir mín ;)

Núna er hann komin með lista sem við eigum að fylla út hvað við borðum og borðum ekki og líkar o.s.frv. Þegar hann rétti mér listann þá hló hann og sagði að línurnar fyri dislike væru ekki margar. En það er rosalega erfitt að skrifa svona niður því akkúrat þá man ég ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut sem ég borða ekki eða finnst góðir.

erfitt líf