BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, desember 14, 2004

Trúmál

Umræðurnar í hádegismatnum var um trúmál - komst að merkilegri staðreynd um sjálfan mig sem ég held að sé reyndar einkennandi fyrir vel flesta Íslendinga, allavega það er mín tilfinning.

Allavega það sem mér finnst nokkuð merkileg staðreynd er að ég yfirleitt pæli ekki yfirhöfuð í fólki sem ég vinn með, kynnist eða hvaða formi sem er í hvaða trú það væri. Ok þetta er svo sem ekkert merkilegt því ég er svo sem ekkert trúuð þannig að af hverju ætti ég að pæla í því. En það sem kom á óvart er að ein sem er að vinna með mér er kaþólsk - þannig að ég geri greinilega ráð fyrir að allir séu lútersk trúar eða mótmælendur þar sem þetta kom mér svona rosalega á óvart.
En áttum skemmtilegt samtal um kaþólikka og lúterska trú og líka þá staðreynd að kaþólsku manneskjunni fannst lúterska trúin hreinni á einhvern hátt. Önnur krydda hjá mér eða ranghugmynd er sú að þeir sem eru kaþóskrar trúar séu mun trúaðri heldur en lúterski og "stundi" sína trú frekar ef hægt er að kalla svo. Að sjálfsögðu er það alveg jafn misjafnt og hjá þeim sem eru mótmælendur.

Annars vegna fjölda eftirspurna frá pabbba og litlu systur eftir jólagjafalista þá birti ég hann hér á netinu:

*málning
*baðkar :)
*áklæði á sófann
*vettlinga (helst ekki fingravettlinga)
*trefil
*húfa
*náttlampa
*strigaskó (æfinga)
*svefnpoki (lítil og meðfæranlegur - helst göngupoki en hlýr)
*geisladiskar - Eivör, nýji diskurinn með Nick Cave, Ragnheiður Gröndal (gamli diskurinn), Úlfhamskviða.
*bækur - A redbird christmas eftir Fannie Flagg -dö skammast mín fyrir að segja það en hef ekki skoðað úrvalið (fæ ekki bókatíðindi) þannig að er ekki viss hvaða bækur það eru.
*dvd - Amelie, Seven,Shrek (1&2), Monster Inc, Eternal Sunshine of the spotless mind.
*sokkar - bæði hlýjir og skemmtilegir sokkar

Jæja held að þetta sé bara gott í bili.

jólatrú

0 Mjálm: