Jólaskap
Ég hér með auglýsi eftir jólaskapinu mínu og jólaandanum - virðist hafa týnst í enda nóvember. Þeir sem finna jólaandann minn vinsamlegast skilist til eiganda eða hafið samband við mig til þess að láta vita hvar hann er.
jamm finn ekki fyrir neinu jóla neitt - kannski heldur ekkert skrýtið það hefur ekkert komið undanfarin ár.
Hef um helgina og undanfarna daga verið í búðum til þess að kynna jungle speed með Jens - og þar hef ég ekki einu sinni sagt síðan gleðileg jól við fólkið sem hefur komið að skoða eða spilað við okkur, hef bara ekki þessa tilfinningu að jólin séu að koma.
Ég á líka eftir að kaupa 2-3 gjafir og man bara ekki til þess að ég hafi átt slíkt eftir á þorláksmessu. Reyndar þarf að hafa samband vegna einnar gjafar í hádeginu - hef ekkert náð í aðilann þrátt fyrir að hafa reynt alla þessa viku. Svo er það amma en það er alveg hrikalega erfitt eitthvað að finna handa ömmum. Þær eiga allt kellingarnar svona í flestum tilfellum.
Jæja best að fara að einbeita sér í vinnunni og að líka við nýju skrifstofuna mína. Fékk hana aftur í dag - eftir að vera búin að vera viku inni hjá framkvæmdarstjóranum. Er mjög fegin að koma aftur til minna heimkynna en er samt svoldið erfitt að venjast. Þoli greinilega ekki hvaða breytingar sem er ;)
Hafið það gott
fimmtudagur, desember 23, 2004
Birt af Linda Björk kl. 09:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli