Þorláksmessa
Er orðin ein eftir í vinnunni - það er enginn hérna, kannski gestir en er ekki alveg viss. Mikið að spá í hvað ég ætti að gera af mér en held ég verði bara að ljúka verkum mínum af sem fyrst!
Náði að klára kaupa allar jólagjafirnar í hádeginu :)
Undanfarið hefur verið hefðin að fara í vinnuna til pabba á Þorláksmessu og sníkja sér smá snittur en lítur út fyrir að svoleiðis verði það ekki í ár - held hann sé eitthvað afskaplega lítið í vinnunni í dag og svo er líka vinnustaðurinn hans búin að færast til.
Er orðin voða litlu nær í jólaskapinu -
jólaandi jólaandi hvar ertu þú....
fimmtudagur, desember 23, 2004
Birt af Linda Björk kl. 14:08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli