BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, desember 31, 2004

Flugeldar

Mér finnst gaman að flugeldum - horfa á þá og sjá þetta sjónarspil sem þeir bjóða upp á. Þetta finnst mér mjög gaman að á gamlárskvöldi og á öðrum sérstökum dögum þegar sýningar eru eins og menningarnótt. Hins vegar finnst mér mjög mjög leiðinlegt þegar verið að er að sprenja nánast allan ársins hring. Búin að komast að því að ég beinlinis þoli ekki þennan tíma frá því að flugeldasölur opna og þangað til um miðjan janúar því alltaf heyrir maður spreningar hér og þar. Hélt ég yrði vitlaus í gær af þessum leiðindarhávaða sem virsti akkurat vera fyrir utan svefnherbergisgluggann minn.

Ætla að drífa mig heim þar sem ég er hálfslöpp.... og já ég veit að ég hefði aldrei átt að mæta í vinnu í dag!

Óska öllum gleðilegs árs - get ekki sagt að ég kveðji þetta ár með miklum söknuði!

Linda farin heim að sofa....

fimmtudagur, desember 30, 2004

Áfall

Ákvað að kveikja aðeins á tölvunni minni í gærkveldi - fékk nett áfall þar sem ekki hún fór ekki í gang og hversu oft sem ég reyndi þá gerðist ekkert. Ákvað að prufa að setja hana í samband (er fartalva), sem ég gerði en enn fór talvan ekki í gang þangað til ég leit á hinn endann á rafmagnssnúruna sem var ekki í rafmagninu. Þannig að þegar hún var komin í samband þá loksins fór talvan í gang....sem betur fer var að fá nett taugaáfall.

sem ekki varð

þriðjudagur, desember 28, 2004

bla bla

Heyrði snilldarsetningu núna um daginn sem er víst komið á bumper stickers í Bretlandi samkvæmt mínum heimildum en allavega er þetta komið úr Lord of the rings: Frodo failed, Bush got the ring Finnst þetta algjör snilld.

Jólaskapið kom aldrei - ekki einu sinni á aðfangadag þegar kirkjuklukkur hringdu inn jólin.

Fékk margar góðar gjafir og margt sem fór af óskalistanum og meðal annars eitt sem ég kunni ekki við að setja á óskalistann.
Frumlegasta gjöfin sem var þó á óskalistanum og ég bjóst ekki við að fá var gjafabréf upp á málningu að eigin vali í eitt herbergi ásamt hjálparhönd. Allavega þá vil ég þakka kærlega fyrir mig.

lalalala

föstudagur, desember 24, 2004

Jólin

Jamm jólin eru víst bara að koma hvort maður sé undir það búin eða ekki. Því vil ég óska þér

Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

fimmtudagur, desember 23, 2004

Þorláksmessa

Er orðin ein eftir í vinnunni - það er enginn hérna, kannski gestir en er ekki alveg viss. Mikið að spá í hvað ég ætti að gera af mér en held ég verði bara að ljúka verkum mínum af sem fyrst!

Náði að klára kaupa allar jólagjafirnar í hádeginu :)

Undanfarið hefur verið hefðin að fara í vinnuna til pabba á Þorláksmessu og sníkja sér smá snittur en lítur út fyrir að svoleiðis verði það ekki í ár - held hann sé eitthvað afskaplega lítið í vinnunni í dag og svo er líka vinnustaðurinn hans búin að færast til.

Er orðin voða litlu nær í jólaskapinu -

jólaandi jólaandi hvar ertu þú....

Jólaskap

Ég hér með auglýsi eftir jólaskapinu mínu og jólaandanum - virðist hafa týnst í enda nóvember. Þeir sem finna jólaandann minn vinsamlegast skilist til eiganda eða hafið samband við mig til þess að láta vita hvar hann er.

jamm finn ekki fyrir neinu jóla neitt - kannski heldur ekkert skrýtið það hefur ekkert komið undanfarin ár.

Hef um helgina og undanfarna daga verið í búðum til þess að kynna jungle speed með Jens - og þar hef ég ekki einu sinni sagt síðan gleðileg jól við fólkið sem hefur komið að skoða eða spilað við okkur, hef bara ekki þessa tilfinningu að jólin séu að koma.

Ég á líka eftir að kaupa 2-3 gjafir og man bara ekki til þess að ég hafi átt slíkt eftir á þorláksmessu. Reyndar þarf að hafa samband vegna einnar gjafar í hádeginu - hef ekkert náð í aðilann þrátt fyrir að hafa reynt alla þessa viku. Svo er það amma en það er alveg hrikalega erfitt eitthvað að finna handa ömmum. Þær eiga allt kellingarnar svona í flestum tilfellum.

Jæja best að fara að einbeita sér í vinnunni og að líka við nýju skrifstofuna mína. Fékk hana aftur í dag - eftir að vera búin að vera viku inni hjá framkvæmdarstjóranum. Er mjög fegin að koma aftur til minna heimkynna en er samt svoldið erfitt að venjast. Þoli greinilega ekki hvaða breytingar sem er ;)

Hafið það gott

miðvikudagur, desember 22, 2004

Hrakfallabálkur

Ég er gjörsamlega búin að missa trúna á sjálfri mér!

Bara það eitt að ég skyldi "klemma" puttana seinasta fimmtudag og slasað mig hefur gert það að verkum að ég held ég sér orðin algjör hrakfallabálkur sem ég hef nú yfirleitt ekki haldið um sjálfan mig heldur langt því frá ;). Núna má ég varla stíga út eða niður fæti án þess að ég haldi að núna muni ég detta eða næst þegar ég opna hurð að puttarnir verða á milli og svo lengi mætti telja.

kannski eitt gott sem hefur leitt af þessu að ég passa mig meira í umferðinni þegar ég er að keyra og hef meiri gætur á því sem ég geri en öllu má nú ofgera.

Að öðrum málum þá er allt út um allt heima hjá mér, spá í að flytja út og fara á eitthvað annað heimili sem lítur betur út. Einhver sem er tilbúin að taka við mér?

Linda hrakfallabálkur sem er by the way orð dagsins

mánudagur, desember 20, 2004

Stjörnuspáin mín

Lítur út fyrir að stjörnuspáin mín eigi bara eitthvað við rök að styðjast :)

Fiskar
Ekki falla í þá gildru að halda að þú sért leiksoppur örlaganna. Þér hættir til að telja að þú lendir "alltaf" í vandræðum og fáir "aldrei" það sem þú vilt. Það er della.


so true :) eða er það ekki!

Linda ræður sínum örlögum sjálf....eða hvað

föstudagur, desember 17, 2004

Slysó

Haldið þið ekki að mín hafi bara farið upp á slysó í gær!

Borgar sig greinilega ekki að skreppa aðeins frá úr vinnunni því þegar ég kom aftur og var að fara inn þá skelltist hurðin svo rosalega eftir mér útaf vindhviðu að einhvern veginn tókst mér að klemma mig.

Nú megið þið segja ái -því þetta var frekar vont og langatöng og vísifingur hægri handar bólgnuðu upp með hraði. Síðan var ég eiginlega send upp á slysó þótt ég væri ágætlega viss um að ég væri ekki brotin sem kom síðan í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. En það var sársauki og þótt sé aðeins um tvo putta að ræða er ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif. Því ég er búin að missa svo mikin kraft - gat t.d. ekki skorið matinn minn í gær og á erfitt með að halda á einhverju í hægri höndinni, setja í bakkgír og svo ég tali nú ekki um að vélrita - sérstaklega vont fyrir löngutöng.

Ég get líka gleymt því að skrifa á jólakortin í bili því það er sárt að skrifa! Þau sem munu fá síðan jólakort og þau eru kannski illa skrifuð og með mjög litlu inn í þá vitið þið af hverju :)

Fegin að ég er bara að vinna til hádegis í dag því eftir hádegi á að skrifa á jólakort hér í vinnunni og slepp við það þangað til á mánudag. Í þokkabót er ég nefnilega skrifstofulaus - var verið að brjóta niður eitt stykki vegg í gær - gera vinnurýmið mitt og nýs starfsmanns að einu rými og bæta þriðju við. Því sit ég í dag og seinni partinn í gær á skrifstofu framkvæmdarstjórans - flæmdi hann bara úr skrifstofunni sinni.

Læt þetta duga í bili....

langatöng langatöng hvar ert þú...

þriðjudagur, desember 14, 2004

Trúmál

Umræðurnar í hádegismatnum var um trúmál - komst að merkilegri staðreynd um sjálfan mig sem ég held að sé reyndar einkennandi fyrir vel flesta Íslendinga, allavega það er mín tilfinning.

Allavega það sem mér finnst nokkuð merkileg staðreynd er að ég yfirleitt pæli ekki yfirhöfuð í fólki sem ég vinn með, kynnist eða hvaða formi sem er í hvaða trú það væri. Ok þetta er svo sem ekkert merkilegt því ég er svo sem ekkert trúuð þannig að af hverju ætti ég að pæla í því. En það sem kom á óvart er að ein sem er að vinna með mér er kaþólsk - þannig að ég geri greinilega ráð fyrir að allir séu lútersk trúar eða mótmælendur þar sem þetta kom mér svona rosalega á óvart.
En áttum skemmtilegt samtal um kaþólikka og lúterska trú og líka þá staðreynd að kaþólsku manneskjunni fannst lúterska trúin hreinni á einhvern hátt. Önnur krydda hjá mér eða ranghugmynd er sú að þeir sem eru kaþóskrar trúar séu mun trúaðri heldur en lúterski og "stundi" sína trú frekar ef hægt er að kalla svo. Að sjálfsögðu er það alveg jafn misjafnt og hjá þeim sem eru mótmælendur.

Annars vegna fjölda eftirspurna frá pabbba og litlu systur eftir jólagjafalista þá birti ég hann hér á netinu:

*málning
*baðkar :)
*áklæði á sófann
*vettlinga (helst ekki fingravettlinga)
*trefil
*húfa
*náttlampa
*strigaskó (æfinga)
*svefnpoki (lítil og meðfæranlegur - helst göngupoki en hlýr)
*geisladiskar - Eivör, nýji diskurinn með Nick Cave, Ragnheiður Gröndal (gamli diskurinn), Úlfhamskviða.
*bækur - A redbird christmas eftir Fannie Flagg -dö skammast mín fyrir að segja það en hef ekki skoðað úrvalið (fæ ekki bókatíðindi) þannig að er ekki viss hvaða bækur það eru.
*dvd - Amelie, Seven,Shrek (1&2), Monster Inc, Eternal Sunshine of the spotless mind.
*sokkar - bæði hlýjir og skemmtilegir sokkar

Jæja held að þetta sé bara gott í bili.

jólatrú

mánudagur, desember 13, 2004

skrifa...

Langar til þess að skrifa eitthvað en veit ekki alveg hvað ég á að skrifa um... veit heldur ekki hversu mikið ég ætti að ljóstra upp né hversu mikil áhugi er heldur fyrir því. Ætti heldur ekki að skipta mig neinu hver áhuginn er því jú það sem ég skrifa er í rauninni fyrir mig. Hinsvegar er það samt svoldið í þversögn því mér finnst gaman að fá komment og því verð ég að reyna að skrifa þannig að ég fái komment. Allt komið í tóman hring hér.

Get líka sagt að ég er ekki alveg eins skapvond og ég hef verið undanfarið - í þessu skiptir held ég mestu vinirnir sem ég á - að hafa getað hitt þá og eytt tíma með þeim það svona bætir og kætir ;), komin líka í jólafrí frá vinnu nr. 2 og því gott að eiga kvöldin frí og akkúrat með vinunum.

Get líka sagt frá því að í gær var tekin ákvörðun og þarf að standa við ákveðin hlut og ef ég stenst hann þá ætlar maður vinkonu minnar að verðlauna okkur tvær :)

Get líka sagt frá því að á föstudagskvöldið talaði ég við mömmu í um einn og hálfan tíma í símann og held ég hafi bara ekki áður talað við hana svona lengi í sima það er að segja.... og var ýmislegt spáð og spekúlerað.

Get líka sagt frá því að ég hlakka til þegar 1. febrúar og eftir í rauninni þegar kemur 1. mars.

Get líka sagt að mér þykir vænt um þig!

bla bla

laugardagur, desember 11, 2004

Hvað skyldi ég vera...

daydream
Wake up! You're Mr. Daydream! :)


Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by Quizilla


og var þetta ekki bara draumaútkoman ;)

draummóramanneskjan ég

föstudagur, desember 10, 2004

samtal

Varð vitni að skondnu svari áðan. Einn af nýju nemunum var að spurja einn starfsmann/íbúa um eitthvað. Þegar hann gat ekki svarað varð hún pínku hneyksluð því hann var búin að vera hérna í nokkra mánuði/vikur.

Þá kom þetta brilliant svar: Ask somebody who cares!

Ok ekki voða fyndið en í ljósi atburða síðastliðnu daga þá fannst mér þetta fyndið.

með aulahúmor

fimmtudagur, desember 09, 2004

Húsaleigan

Sagði upp húsaleigunni í gær - sem betur fer var það ekkert mál. Greinilega stórhættulegt að vera skapvond. Maður tekur bara drastískar ákvarðanir. Hahaha er bara að grínast með það.

Linda syfjaða

þriðjudagur, desember 07, 2004

Varúð

Er hræðilega skapvond þessa dagana!

sunnudagur, desember 05, 2004

Lífið heldur áfram...

Svo mikið er víst að lífið heldur áfram, tekur kannski breytingum og stökkum en heldur áfram.

Annars er merkilegt hvað ég get alltaf fundið mér eitthvað annað að gera heldur en akkúrat það sem ég ætla mér að gera. Býst heldur ekkert við að það sé eitthvað sérstak hjá mér heldur er þetta viðloðandi hjá námsmönnum en held varla að ég geti kallað mig slíkan núna.
Tókst þá að koma smá í verk það sem ég ætlaði mér að gera. Þarf síðan að fara að hringja símtal sem ég er búin að fresta og fresta en kemst varla hjá að fresta lengur.

Saumaklúbbur í kvöld hjá mér, hlakka til að hitta stelpurnar og vona að þær komist allar því langt er síðan við hittumst allar saman.

over and out

laugardagur, desember 04, 2004

Update

Það varð líka dauðsfall í fyrsta brunanum og annar liggur alvarlega slasaður, með reykeitrun.

Jólabruni

Fyrsti jólabrunninn afstaðin - átti sér stað á Sauðárkróki. Merkilegt að þetta skuli haldast í hendur, desembermánðuðr gengur í garð og maður veltir fyrir sér hvað margir brunar verða, hvað mikið eyðileggs og vonar að engin dauðsföll verði að þeirra völdum.

Ég veit að ég er mjög eldhrædd og innbúið mitt er ekki tryggt, ekki sniðugt ég veit. Er alltaf á leiðinni að gera eitthvað í því en ekki komið í verk frekar en margt annað hjá mér.

Annars er ég svona að reyna að ná áttum varðandi það sem gerðist í vikunni og held ég að hafi mikið hjálpað að ég var í fríi í gær. Gerði það líka að verkum að það kom spenningur í annað sem er að gerast hjá mér sem er rosalegt stökk fyrir mig. Er ekki frá því að það er pínu hnútur í maganum á mér að ég sé að ana út í eitthvað sem ég ræð ekki við ásamt því að er spenningur yfir einhverju nýju.

bla bla bla

föstudagur, desember 03, 2004

Tóm

Er með tómleikatilfinningu, er frekar tóm og búin á því eins og er. Merkilegt hvað einn atburður getur haft mikil áhrif á mann.

Það veltur líka upp þeirri vangaveltu hvað vinnan er rosalega stór partur af lífi manns og hversu mikilvægt er að vera ánægður eða sáttur í vinnunni.Því annars hefur það svo mikil áhrif á frítíman - svona rétt eftir að maður er komin heim úr vinnu. Mismikið náttúrulega hvað hverjir geta skilið eftir og hvað aðrir taka með sér heim.

Allavega ég þyrfti að leggjast undir feld en get það eiginlega ekki þar sem ég ætla mér svo mikið um helgina.

Linda tóma

miðvikudagur, desember 01, 2004

Dauði og djöfull....

Er ekki sátt.... langt frá því....