Þetta er allt að koma
Fór á leikritð gær Þetta er allt að koma, mjög gott leikrit og sviðsmyndin var brill - gaf hugmyndafluginu lausan tauminn. Sá rosa flott dansatriði konu í hjólastól og manns.
Forest Whitaker var í salnum - var mikið að velta fyrir mér hvernig hann upplifði leikritð þar sem hann væntanlega skilur ekki mikið í íslensku. Svo sat ég við hliðina á Friðrik Zophiusson.
Farin að tengja Þjóðleikhúsið við góð leikrit og Borgarleikhúsið við slæm, búin að fara nefnilega á ansi mörg í Borgarleikhúsinu sem hafa verið léleg og meira segja eitt sem ég gekk útaf.
Næst fer ég að sjá Edith Piaf fljótlega!
Leikhúspía
sunnudagur, október 10, 2004
Birt af Linda Björk kl. 13:23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli