Dúllan
Bróðir minn er að fara á kostum! Fórum út í búð í gær að versla þar sem kotið hjá mömmu var nokkuð tómlegt og plús það þá skildi mamma eftir pening til þess að við gætum keypt í matinn. Þegar við vorum komin að kassanum og ég að raða vörunum á bandið þá sýnir bróðir minn mér þúsund krónur sem hann á og sagði að við gætum notað þennan pening ef við skyldum verða blönk.
Fannst þetta frekar sætt og fyndið. Sagði honum að eiga bara peninginn sjálfur við gætum ábyggilega bjargast.
Kvöldið áður en mamma fór þá kom hann líka til mömmu þar sem hún var að stússast inn í þvottahúsi og spurði hana um þvottavélina. Fékk skrifaðar leiðbeiningar um stillingarnar svona ef við þyrftum að þvo! hahahaha
Hann er greinilega ekki heldur alveg að treysta því að systir hans höndli aðstæðurnar ;), er að sýna þvílíka ábyrgð sem er ágætt og ég reyni bara að gera hann svoldið sjálfstæðan. Reyndar er svoldið skrýtið að venjast þeirri tilhugsun að hann spurji mig hvort hann megi fara út og svona. Varð líka voða vond í gær því ég hleytpi honum ekki út þegar tveir vinir komu og spurðu um hann þar sem klukkan var eftir átta.
Linda í parenthood!!
fimmtudagur, október 28, 2004
Birt af Linda Björk kl. 10:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli