50
Mamma er fimmtug í dag!
Hún er út í Barcelona að njóta lífsins - og ég er búin að heyra í henni og mjög ánægð að heyra að hún fékk kökuna upp á herbergi sem ég pantaði hjá hótelinu :) kakan var víst mjög fín og voru fimm kerti á henni. Hótelið er víst mjög fínt!
Til hamingju með afmælið mamma!
hún á afmæli í dag....
föstudagur, október 29, 2004
fimmtudagur, október 28, 2004
Dúllan
Bróðir minn er að fara á kostum! Fórum út í búð í gær að versla þar sem kotið hjá mömmu var nokkuð tómlegt og plús það þá skildi mamma eftir pening til þess að við gætum keypt í matinn. Þegar við vorum komin að kassanum og ég að raða vörunum á bandið þá sýnir bróðir minn mér þúsund krónur sem hann á og sagði að við gætum notað þennan pening ef við skyldum verða blönk.
Fannst þetta frekar sætt og fyndið. Sagði honum að eiga bara peninginn sjálfur við gætum ábyggilega bjargast.
Kvöldið áður en mamma fór þá kom hann líka til mömmu þar sem hún var að stússast inn í þvottahúsi og spurði hana um þvottavélina. Fékk skrifaðar leiðbeiningar um stillingarnar svona ef við þyrftum að þvo! hahahaha
Hann er greinilega ekki heldur alveg að treysta því að systir hans höndli aðstæðurnar ;), er að sýna þvílíka ábyrgð sem er ágætt og ég reyni bara að gera hann svoldið sjálfstæðan. Reyndar er svoldið skrýtið að venjast þeirri tilhugsun að hann spurji mig hvort hann megi fara út og svona. Varð líka voða vond í gær því ég hleytpi honum ekki út þegar tveir vinir komu og spurðu um hann þar sem klukkan var eftir átta.
Linda í parenthood!!
þriðjudagur, október 26, 2004
Duran Duran
Hvernig læt ég að gleyma að blogga um þá. Sá þá í Jay Leno í gær. Frekar fyndið!
Hérna áður fyrr var John Taylor og Nick Rhodes aðal gæjarnir maður sá ekki stjörnurnar fyrir þeim.
Þeir komu semsagt í fyrsta sæti og gat ómöglega gert upp á milli þeirra. Eftir þeim var Roger Taylor svo kom Simon Le Bon og Andy Taylor rak lestina. Í dag er Nick ekki eins sætur en var ekki frá því að hann John Taylor hafði eitthvað af útlitinu sem var...en hallærislegt hár, ooo var æði að sjá þá.
fyrrv duran duran fan
Kalt
Er orðin dauðleið á því að vera sífellt skítkalt í vinnu nr. 2 - veit ekki hvað ég á að gera og nota bene ég er í tveimur peysum. Er líka með vott af hausverk. Damn
Sá forsíðu DV í dag og varð að kaupa blaðið sérstaklega þar sem ég þekki nú aðra þeirra sem er á forsíðunni :) enda var mér tilkynnt í sumar á einum tónleikum að hún væri bara gift og ætti von á barni :) frá þessari manneskju. Bara frábært.
Svo frétti ég líka í dag af kærleiksíðunni en það er búið að stofna styrktarsjóð í nafni Stefaníu.
halda áfram að vinna :(
sunnudagur, október 24, 2004
Helgarblogg
Það er von á enn meiri fjölgun í vinahópnum. Jamm ein vinkona mín á von á sér í kringum 20. apríl. Þannig að nú eru komnar þrjár sem ég þekki mjög vel sem eru óléttar. Frænka, systir og vinkona. Bíð eftir bara næstu tilkynningum því þær sem eiga von á sér í maí hljóta að fara að tilkynna sig inn bráðum :-)
Fór í skírnarveislu hjá honum Ísak Esteban í gær- var svona vinarboð þar sem skírnin fór fram á föstudeginum. Svo erum við vinkonurnar að fara að hittast aftur í kvöld í föndur. Það verður nú eitthvað skrautlegt hjá mér.
Var að frétta hjá mömmu í gær að bróðir minn er pínku feiminn við mig. Ekkert sem kemur á óvart svo sem enda 18 ár á milli okkar. En þar sem ég verð með hann í um viku á næstunni þá kannski yfirvinnur hann eitthvað af feimninni!
jamm og jæja
föstudagur, október 22, 2004
Aftöku frestað
Þvílíkt sem ég get greinilega stressað mig - mikla suma hluti greinilega fyrir mér. Var svo hrædd um að heyra slæmar fréttir en er ekki enn búin að heyra neinar :).
Ég semsagt var að hitta leiðbeinand minn fyrir lokaritgerðina og hef trassað það ógeðslega lengi að hafa samband við hann. Þess vegna vegna var ég svona stressuð. Ég hafð semsagt fyrst samband við hann á mánudaginn og hitti hann svo í dag. Síðan hitti ég hann aftur eftir hálfan mánuð. Þá er bara að setja í fluggírinn og hespa þetta af.
Linda jákvæða
Stressuð
Vá ég er hrikalega stressuð! Komin með kvíðahnút í magann og allt!
Vissi að yrði eitthvað stress en ekki svona :(
Linda stressaða og kvíðna
miðvikudagur, október 20, 2004
Úlpa
Fengum um daginn úlpu/jakka frá vinnunni (nr 2) og hún hefur bara slegið svona rækilega í gegn :) fullt af starfsmönnum í henni. Í minni deild þá vorum við að ég held nánast öll í úlpunni í gær.
Hversu sick er það að vera að tala við samstarfsmann sinn í gegnum msn þegar hann situr nánast við hliðina á þér, reyndar sneri hann baki í mig - skondið!
Flyst í Hafnarfjörðinn líklega í næstu viku í vikutíma. Hugsa um villinginn meðan mamma er í burt. Ég góða systirin er búin að ákveða það að hann eigi að elda einhver kvöld!
over&out
þriðjudagur, október 19, 2004
Allt að koma
Fékk jákvætt svar og svör við tölvupóstinum - þá er bara að yfirstíga næstu hindrun á föstudaginn :)
Merkilegt nokk eins og mér var búin að kvíða fyrir símtalinu sem var síðan að tölvupósti og kvíða svo fyrir svarinu þá var þetta ekkert mál.
Þannig að föstudagurinn samkvæmt þessu ætti ekki að vera neitt mál - en best að búa samt undir hið versta svo ég fari nú ekki í rusl!
Bókaði síðan hótel fyrir mömmu í gær og ætti því að vera allt klárt fyrir hana frá minni hálfu. Hún verður síðan að sjá sjálf um vegabréfið og pakka og svona :)
Annars er einhver með hugmyndir um hvað ég get gefið henni í afmælisgjöf? Hún á nefnilega stórafmæli en ætlar að stinga af þannig að svíkur mann um afmælisveislu..... haldið þið að það sé nú!
svo kemur þetta og verður búið, þá verður gaman
mánudagur, október 18, 2004
Símtal
Var að hringja eitt erfiðasta símtal sem ég veit um (enn sem komið er) en svo var ekki svarað. Þannig að ég sendi e-mail í staðinn og fannst mér það aðeins skárra en kvíði samt pínku fyrir svarinu! pffffff.....
Flensusprauta!
Var verið að bjóða upp á flensusprautu hérna í vinnunni - ákvað að afþakka. Hef líka afþakkað áður í öðrum vinnum!
Hvers vegna:
Jú vegna þess að ég hef þá trú að líkaminn á að geta sigrast á þessu sjálfu og ef ég fengi sprautu þá mundi ég veikja mótstöðuna hjá líkamanum. Ég trúi líka á mátt hugans :) því þegar ég byrjaði í framhaldsskóla og þau 4 árin þá var ég aldrei frá vegna veikinda. Ég var svo hrædd um að ef ég yrði veik þá mundi ég fá svo marga punkta að gæti jafnvel valdið brottrekstri þannig að ég bara varð ekkert veik. Svona hefur þetta haldist enn þann dag í dag. Jú ég fæ kvef og hálsbólgu en ekkert til þess að leggst í rúmið veik.
Linda hrausta! (7,9,13)
sunnudagur, október 17, 2004
Laugardagskveldið
Er þvílíkt búin að vera eitthvað mygluð í dag, þarf greinilega ekki að drekka til þess að vera svona ;-) og hefur farið versnandi með árunum! Kannski því að kenna að hérna áður fyrr lokuðu allir staðir klukkan þrjú og í flestum tilfellum var maður þá komin fyrr heim heldur en gert er í dag!
Allavega þá var kvöldið bara fínt - upphaflega átti að vera árshátíð hjá strætó en hún var blásin af vegna ónægrar þátttöku. Þannig að pabbi í félaga við aðra ákváðu að hafa þá skemmtikvöld. Þar sem hann var búin að bjóða okkur systrum á árshátíðina í tilefni afmæli sins þá komu við vaskar á skemmtikvöldið. Það voru þarna fjórir myndarlegir karlmenn í eldhúsinu inn á sandi að elda ásamt henni Ellu. Jóhannes eftirherma kom og var brill og tók pabba svoldið í bakaríið :-)
Fengum einnig stripp frá eldhúsgaurunum - hefðu samt mátt vera í aðeins flottari nærbuxum ;-)
Fékk nokkur komment um kvöldið hvort ég væri litla systir Ellenar, veit ekki alveg hvernig ég á að taka því þar sem ég er 8 árum eldri en hún. Ég meina annaðhvort er ég svona rosalega barnaleg eða hún svona rosalega kellingaleg. Hvernig á ég að taka þessu? Verða sármóðguð eða er þetta rosa hrós? Hvað finnst þér?
Tekin voru nokkur dansspor inn á sandi og síðan haldið með óléttu systurinni, pabba og nöfnu á victor þar sem vinnufélagar þeirra voru. Þar fékk Ellen systir smá hornauga þar sem hún hélt á bjór hahaha en við héldum áfram að dansa þangað til við ákváðum að gamli kallinn ætti að fara að koma sér heim! Í reynd var hann reyndar komin út úr húsi þegar við tjékkuðum á þeim, hitt hljómar bara svo mikið betur!
Setnings kvöldsins er síðan: Ert þú fjölskyldumanneskja?
Linda myglaða
laugardagur, október 16, 2004
Afmælisbarn dagsins
Afmælisbarn dagsins í dag er enginn annar en gamli kallinn :) já eða hann pabbi. Til hamingju með afmælið.
Lítur svo út fyrir að kvöldinu verði eytt með pabba, óléttu systurinni, nöfnu ásamt vinnufélögum pabba!
Eitthvað gengur mér illa á að byrja á því sem ég ætla mér að gera - svo erfitt að koma sér að verki! Ákvað að fara ekki niður á þjóðarbókhlöðu þar sem ég þarf að stússast eitthvað á netinu.
jæja best að reyna að koma sér að verki!
koma svo
fimmtudagur, október 14, 2004
Ísferð
Fór í ísferð í með ísferðsgrúbbunni minni í gær- jafnvel þótt stundum getur alveg hrikalega mislíkað eitthvað sem sagt er þar þá er þetta alveg nauðsynlegur þáttur í lífi mínu að hitta þá :-) Reyndar var þessi ísferð í styttri lagi þar sem ég hitti þá bara milli vinnu 1 og vinnu 2.
Talandi um vinnu 2 þá var ég búin mjög snemma þar sem úrtakið var búið. Það var mjög indælt en verður ekki eins indælt þegar ég fæ útborgað!
Er heima þessa stundina þar sem ég fer ekki í vinnu fyrr en á hádegi en á móti kemur að ég verð til átta í kvöld :( ætlaði að vera svo dugleg í morgun en hefur farið fyrir lítið. Darn darn darn. Bættist upp um helgina. Verður að gera það.
Linda óduglega
miðvikudagur, október 13, 2004
Nýr bloggari
Það er komin nýr bloggari í hópinn sem er búin að fá tengil hérna á síðuna mína, en það er enginn annar en Fjóla frænka. Velkomin í hópinn!
Fékk spurning í gær í gegnum msnið varðandi seinustu færslu hvort þetta væri bæði hjá samkynhneigðum og gagnkynhneigðum karlmönnum. Svarið er já það - geri ekki greinarmun þar á milli.
Hinsvegar þá mun ég þola karlmenn með langar neglur sem eru drag"drottningar" og/eða klæðiskiptingar með gervineglur!
Ekki eru allir þeir sem eru drag drottningar??
Ég held ég svoldíð fljótfær í sumum málum - mamma kom ákveðnum hugmynd í kollinn hjá mér sem ég er að skoða en málið er síðan að ég vil að allt gerist bara í dag eða næstum dögum. Kannski kallast þetta frekar bara óþolinmæði.
Mun hinsvegar upplýsa þetta þegar nær dregur eða einhver mynd komin á þetta.
Linda ekki dragdrottning!
mánudagur, október 11, 2004
Langar neglur
Það er eitthvað við það þegar karlmenn eru með langar neglur - fæ alveg hroll.
Það bara er hreinlega viðbjóðslegt - get ekkert sagt neitt annað um það.
Tilefni þess að ég skrifaði um þetta er að í hádeginu var ég að fá mér að borða og missti næstum því lystina þegar ég sá sessunaut minn með langar neglur. Gerði mitt ýtrasta til þess að sleppa því að horfa á hann en var pínku erfitt þar sem hann sat beint á móti mér.
Held þetta sé nánast það eina sem mér finnst að karlmenn eigi ekki að hafa sem kvenmenn eru með. Þeir mega ganga í pilsum, hafa sítt hár o.s.frv. en klippa á sér neglurnar takk fyrir.
Linda viðkvæma
sunnudagur, október 10, 2004
Þetta er allt að koma
Fór á leikritð gær Þetta er allt að koma, mjög gott leikrit og sviðsmyndin var brill - gaf hugmyndafluginu lausan tauminn. Sá rosa flott dansatriði konu í hjólastól og manns.
Forest Whitaker var í salnum - var mikið að velta fyrir mér hvernig hann upplifði leikritð þar sem hann væntanlega skilur ekki mikið í íslensku. Svo sat ég við hliðina á Friðrik Zophiusson.
Farin að tengja Þjóðleikhúsið við góð leikrit og Borgarleikhúsið við slæm, búin að fara nefnilega á ansi mörg í Borgarleikhúsinu sem hafa verið léleg og meira segja eitt sem ég gekk útaf.
Næst fer ég að sjá Edith Piaf fljótlega!
Leikhúspía
föstudagur, október 08, 2004
Heilsan
Merkilegt hvað heilsan skiptir okkur ótrúlega miklu máli eða kannski ekki rétt orðað því heilsan skiptir okkur miklu máli en það sem er ótrúlegt minnsta kosti hjá mér að ég blóta því alltaf í hvert skipti sem heilsuleysi er að hrjá mig af hverju ég er ekki þakklátari þegar heilsan er góð. Í hvert skipti sem ég er slöpp eða eitthvað hrjáir mig þá finn ég svo mikið fyrir því hvað það er gott að hafa góða heilsu. Um leið og ég er aftur full frísk þá gleymist þetta að þakka fyrir að maður hafi góða heilsu. Mannshugurinn er ótrúlegur og fljótur að gleyma!
Voða fáir hafa sýnt nýjum nafngiftum áhuga það er kannski bara ágætt eða hvað!
Lindu ekki fullfrísk
miðvikudagur, október 06, 2004
Brjóst
Jæja þar kom af því - loksins komin með nöfn á brjóstin - ekki þau fallegustu (nöfnin sko!).
Your Boobies' Names Are: Bert and Ernie |
Reyndar leist mér betur á nöfnin þegar ég notaði bara Linda
Your Boobies' Names Are: Thelma and Louise |
en nafnið Vargur gaf samt bestu nöfnin.
Your Boobies' Names Are: Love Muffins |
Jæja hvað segið þið - hvaða nöfn eru best?
hahaha
þriðjudagur, október 05, 2004
Afi
jæja ætla að setja tilkynninguna á netið!
Það er komið að því að pabbi er að verða afi og ég er að verða............ móðursystir!
Þar sem litla systir mín var búin að nefna það á sínu bloggi ákvað ég að setja það hér, allavega þá á litla systir von á sér í endan á mars. Mars er líka svo góður mánuður ;-)
Ég er kvefuð og Árni reyndi lengja að telja mér hughvarft í dag að ég væri veik og ætti að fara heim. En mér finnst ég ekki vera veik þegar ég er kvefuð.
Linda kvefaða verðandi móðursystir
sunnudagur, október 03, 2004
Alzheimer
Þetta er skæður sjúkdómur. Þekki mann sem er með þennan sjúkdóm og hef séð undanfarin ár hvernig hann hefur áhrif á hann.
Í dag getur hann ekki einu sinni myndað heilar setningar og það er ekkert sem kemur af viti frá honum. Hann er samt að reyna að tjá sig um eitthvað sem hann veit ekki einu sinni hvað er. Ef maður spyr hann nánar um hvað hann er að meina þá hefur hann ekki hugmynd um hvað hann var að tala um enda kom engin heil setning eða hvað þá að hafi verið eitthvað. Frekar fullt af orðum sem hann segir án þess að meina eitthvað. Þannig a heillvænlegast er yfirleitt bara að segja já og nei eða veit ekki. Þó svo að maður hafi ekki hugmynd um hvað hann er að tala um.
Þegar kemur að matartíma þá veit hann heldur ekki hvað á að gera og þarf að benda honum á diskinn sinn að þarna er maturinn hans því hann fer í hina diskana þar sem maturinn er borinn fram á.
Fyrir mig þá er það verst að mér líkaði ekki þessi maður áður fyrr áður en hann veiktist - svo í dag hefur það lítið breyst. Þetta er náttúrulega ekkert sami maður og hér áður fyrr og ég hef samúð með honum og þeim sem standa honum nær.
Að öðrum skemmtilegra þá á lítil frænka mín afmæli í dag, hún Hera Karín er 1 árs. Til hamingju með afmælið stelpa.
Linda ekki svo góð