Kiljur vs harðspjalda
Lengi vel fannst mér bækur ekki vera bækur ef þetta voru kiljur. Bækur í mínum augum voru einungis harðspjalda. Vildi líka einungis harðspjalda bækur og tel þær geymast og eru mun eigulegri heldur en kiljurnar. En tímarnir breytast og mennirnir með ekki satt!
Eftir að ég fór að lesa meira bækur á ensku þá var eins og ég uppgötvaði kiljurnar. Þær voru ódýrari og þar tímdi ég ekki að kaupa harðspjaldabækur á ensku. Enda voru bækur eiginlega bara lúxus vara og eitthvað sem maður fékk bara í jólagjöf en fór þess á milli á bókasafnið.
Núna heyrir það sögunni til að ég fari á bókasafn til þess að leigja mér bók enda smelli ég mér bara í bókabúð og kaupi eina kilju.
Enn er þó samt að bækur sem eru á íslensku þar vil ég helst eiga sem harðspjalda en ensku bækurnar í kiljuformi.
Sá þáttinn hjá Ophra um daginn og þar var George Michael sem gestur hjá henni en það var kíkt í heimsókn til hans og húsið hans skoðað. Þar sá ég bókasafnið sem mig langar í mínu húsi.... oh boy oh boy. Hillurnar voru innifaldar í veginn (semsagt ekki bókaskápar sem eining) og svo var viðarklædd og mjög cosy herbergi. Ég reyndar mundi vilja vera búin að lesa allar bækurnar í bókasafninu mínu ólikt honum George Michael sem sagði að þeir hefðu keypt bara stafla af bókum því þær lúkkuðu vel!
Maður getur alltaf látið sig dreyma!
2 ár......
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Birt af Linda Björk kl. 12:00
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli