BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Góð kaup

Gerði góð kaup um daginn, rakst inn á einhvern markað þar sem ég fann box með dvd myndinni about a boy, bókina og geisladisk á 1590 kr. Þurfti reyndar að hugsa mig töluvert um áður en ég keypti. Ég meina fyrir þennan pening hefði ég bara getað fengið bókina svona að öllu jafna. Keypti reyndar líka 3 geisladiska á 300 kr stykkið. Geisladiskar með afriskri, world music og north american chants. Geisladiskar sem ég hef gaman af að kaupa án þess að hafa hugmynd um hvernig þeir eru enda kaupi ég ekki slíkt nema þeir séu ódýrir.

Fór síðan á myndina Fahrenheit 9/11, góð mynd og það sem mér finnst skemmtilegt við hann Michael Moore er hvað hann er skemmtilega kaldhæðinn. Það voru alveg nokkur atriði sem ég missti andlitið. Þegar var verið að tala við hermenn í Írak og þeir voru að tala um hvaða músik þeir höfðu í skriðdrekunum og heyrðust líka í hjálmunum þeirra meðan þeir væru að drita niður fólk. Verulega ósmekklegt!
Einnig líka yfir honum George Bush þau orð sem hann gat látið falla.....
Merkileg mynd og ábyggilega margt satt og góð getspá hjá honum yfir ástæðum Íraksstríðsins, óþolandi samt að vita ekki hvað í raun og veru liggur bak við Íraksstríðið og raunverulegar staðreyndir.
Niðurlagið á myndinni fannst mér líka brill og ábyggilega margt til í því hjá kallinum.

allir í bíó

0 Mjálm: