BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Hörmungar dagur

Ég veit ekki hvað gæti farið meira úrskeiðis í dag að minnsta kosti hvað vinnuna varðar. Ég hélt sem þetta myndi verða ágætis dagur þar sem hann byrjaði á því að ég fór í jóga.

Hefði kannski átt að segja mér eitthvað þar sem ég var bara ein í jógatímanum að restin af deginum yrði eitthvað ga ga!

Rafmagnið fór af öllu húsinu í morgun svo ekki nóg með það þá hefur netið verið að detta út hjá okkur 3- 4 sinnum í dag og við farið niður í kjallara til að restarta. Okey núna erum við semsagt aftur byrjaðar að vinna þegar kerfisleigan klikkar og við komumst ekki í inboxið því það getur ekki sýnt folderin. Það sem gerði mig samt mest pirraða var símtalið sem ég fékk í hádeginu!

Æðislegur dagur semsagt. Veit ekki hvort ég þori að keyra til mömmu á eftir til þess að skila bílnum hennar.

lengi getur vont versnað!

0 Mjálm: