BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Áminnig

Muna að fara í íþróttabrjóstahaldara áður en farið er á hestbak!

Annars lítur út fyrir að ég fari til Grænlands......verð bara að vera á standby með það. Getur dottið inn svona einn, tveir og þrír..... jíibíi :-) Reyndar enn sem komið er kannski bara dagsferð en.......erum að vinna í kannski einni nótt eða svo.

Hef alltaf ætlað mér að skrifa um VikAkra ferðina en hef ekki enn komist í það en bendi á frétt hjá sniglunum um þetta hér
Annars er ég voða stolt af mér í sambandi við það því ég hjólaði á reiðhjóli fyrsta hluta ferðarinnar sem var frá miðbæ Akranes til Ferstiklu um 33km leið....... en ég fékk lík að kenna á því um nóttina þvílíkar harðsperrur í fótunum.... en svo batnaði þær tiltölulega fljótt á sunnudeginum.
Krakkarnir stóðu sig með einsdæmum vel og sumir voru svoldið þrjóskir og ætluðu sér sko að klára þetta þrátt fyrir þreyttu og annað vildu þau ekki hvíld.
Sniglarnir sem komu með voru frábærir....og margir hverjur með þvílík flott hjól........ reyndar enn sár yfir því að hafa ekki verið boðinn einn rúntur eða svo ;-) en c´est la vie eins og sagt er.
Komust líka að því að það er jafn há bilanatíðini á rafskutlum og mótorhjólum því eitt mótorhjólið þurfti að setja upp í sendibílinn sem við höfðum með í för og geymdi rafskutlurnar.
En í lok helgar þá var maður bara tiltölulega sáttur!

Linda á leið til Grænlands

0 Mjálm: