Grænland
Fór loksins til Grænlands í gær, brilliant er alveg til í að fara aftur en reyndar kannski ekki til Kulusukk. Búin að fara þangað að skoða, lærði margt um Grænlendinga. Hlustaði á Grænlenskan söng um Gæs og Hrafn sem felldu hugi saman.
Ferðin byrjaði líka ansi vel því á flugvellinum sá ég þennan rosalega sæta strák sem ég er nokkuð viss um að er starfsmaður Hótel Kulusukk því ég sá hann síðan fara á jeppa merktan hótelinu...... kannski maður ætti bara að gista á hótel Kulusukk :-). Verst með allt ruslið :-( það er greinilega ekki komin sterk umhverfisvitund til Kulusukk því á leiðinni var ekkert nema tómar bjór- og kókdósir en bjórdósir þó í meirihluta.
Linda reynslunni ríkari og með meiri vitneskju heldur en daginn á undan gærdeginum
miðvikudagur, júlí 23, 2003
Birt af Linda Björk kl. 18:36
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli