BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Helgin

Helgin var bara mjög fín, ánægjuleg og ekki síst áhugaverð!

Ég byrjaði á að fara í paintball strax eftir vinnu á föstudaginn! Það er alveg yndislegt að vera að gera hitt og þetta og þurfa ekki að borga fyrir það.
En paintball var brilliant. Þegar við komum á staðinn þá var okkur sagt að við myndum keppa á móti hermönnum á vellinum en eins vantrúuð og ég er þá sagði ég bara yeah right! Nema hvað inn skunduðu 5 kanar af vellinum, hef reyndar ekki hugmynd um hvort þeir voru allir hermenn eða hvort þetta væru ekki bara flugvirkjar :-) en eftir tvo leiki þar sem við unnum báða þá var okkur sagt að einn af þeim væri að þjálfa fyrir navy seals, hann var líka eini sem lifið af leik nr 2 hjá þeim :)
Þetta var lika kannski pínku ósanngjarnt þar sem þeir voru 5 en við fyrst 8 og síðan 10 en þá reyndar fór starfsmaður sem var með okkur yfir til þeirra.
Eftir það fór aðeins að halla á okkur en leikar enduðu 5-4 fyrir okkur!!!
Við fengum svo góðan grillmat og vorum þarna í góðu yfirlæti.

Ég fékk einnig næturgesti sem dveljast enn hjá mér :-) og íbúðin er í samræmi við það. Verður smá breyting á högum manns þegar allt í einu eru 4 auka manns í stað þess að það sé bara ég, þar af 2 börn, en það er alltaf gaman að fá gesti.
Ég og gestirnir mínir fóru síðan í bæinn á laugardagskvöldið þar sem fyrsti viðkomustaður var NASA út af millers kvöldinu en eitthvað leist okkur ekki vel á það þannig að við fórum yfir á Dubliners vegna góðrar minninga síðan seinast.
Allavega þetta reyndist hið áhugaverðasta kvöld svo ekki sé meira sagt og líka ágætis skemmtun, nefnilega í þessu litla herbergi sem við dvöldumst í voru líka tveir menn sem við fylgdumst með þarna um kvöldið. Ég og Heiðdís vorum líka búin að finna út að þarna væri ágætis mannkostur á ferð því hann reyndi að bjarga pilsi hjá einni konu þar sem rennilás hafði eyðilagðst og gat bullað endalaust í einhverjum mjög drukknum einstaklingi. Enda líka þegar við vorum á förum þá þökkuðum við fyrir góða skemmtun og spurðum þá að nafni.

Sunnudagurinn var síðan mjög mjög þreyttur........ og vorum við síðan svo skemmtileg öll þrjú að við sváfum yfir Nilo og stich en stelpurnar litlu gátu nú eitthvað horft á það.

Það fína lika við að fá næturgesti að nú er ég búin að fá kvöldmat alveg 4 kvöld í röð og man varla hvenær það gerðist síðast.

Njóttu dagsins!

0 Mjálm: