Sundbolaleit lokið!
Er ekkert smá fegin því að vera búin að finna sundbol, þannig að ég ætti ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta aftur fyrr en eftir nokkur ár. En ég er til í sund bara hafið samband :-)
Það er enn eitt afmælið í dag en lítil frændi minn hann Arnar Gauti er 4 ára í dag. Til hamingju með afmælið Arnar Gauti minn.
Annars er fyndið hvernig nöfn þróast og hvað maður kallar fólk. Til dæmis heitum við systkinin pabba megin öll tveimur nöfnum samt finnst mér ég meira vera vör við að bæði nöfnin eru notuð hjá bræðrum mínum bæði þegar verið er að tala um þá eða tala við þá, en ekki eins hjá okkur systrum. Það er í raun bara ein manneskja sem hefur yfirleitt alltaf kallað mig Lindu Björk og það er mamma hans Arnars Gauta. Bræður mínir tveir hjá mömmu heita líka tveimur nöfnum en þar er t.d. yfirleitt bara annað nafnið notað.
Ég þarf að beita mig þvílíkum viljakrafti til þess að fara í vinnuna á kvöldin, ég er svo ekki að nenna að mæta. Þegar ég er búin með mína átta tíma hjá BÍF þá langar mig helst bara að fara heim en það hefur sjaldnast gerst þessar 3 vikur og 3 daga sem ég hef unnið þar. Ég ætla mér nú samt að vera bara 2 kvöld í viku hjá símanum finnst það bara yfirdrifið nóg. Svo fer líka að koma að því að ég þarf að vera eitthvað lengur á hinum staðnum.
Brostu framan í lífið og þá mun lífið brosa framan í þig
miðvikudagur, mars 12, 2003
Birt af Linda Björk kl. 18:58
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli