BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, mars 10, 2003

Sundbolaleit

Ég sem hélt alltaf að brjóstahaldarar væru með því verra sem maður gæti mátað í mátunarklefum, en ég er búin að komast að annari niðurstöðu. Það er hræðilegt að vera að leita sér að sundbol og þurfa máta þá. Frekar óþægilegt að standa hálfnakinn inn í mátunarklefa í einhverri búð þar sem maður gæti fengið hvern sem er inn á sig. Ekki alveg my thing. Ég kann mjög vel við minn gamla bara þar sem hann er að fara að eyðast upp og ég er ekki mikið fyrir að flagga því sem ég hef þá neyðist ég til þess að leita mér að nýjum. Það er ekki gaman, ég fór á fimmtudaginn og laugardaginn að leita að sundbol og er ekki búin að finna neinn, veit ekki hvort ég sé svona rosalega skrýtin eða kröfuhörð því sundbolurinn má ekki vera svona og hinsseginn.

Annars fór ég á the hour með Nicole Kidman, Julianne Moore og Meril Streep á laugardaginn, var reyndar svo sniðug að ég ákvað að fara til Guðmundu um sjöleytið til að sækja hana þannig að ég bauð mér í mat. Mjög hentugt. En myndin var góð og núna verð ég að prófa að lesa eitthvað eftir Virginiu Wolf........ það er bara must ásamt öllu hinum bókunum sem bíða eftir mér.

Á fimmtudagskvöldið var ég að passa yngsta systkinið mitt hann Núma Stein sem NB verður 2 ára núna 15. mars en ég semsagt komst að því að hann er algjör fantur, hann var alltaf eitthvað að pikka í mann og það ekkert laust. Hann er algjör grallari, kannski ekkert skrýtið heldur að hann sé fantur í ljósi þess að hann á fimm bræður og þar af þrjá sem eru 9 ára og einn 11 ára. Greyið litla hann á sér ekki viðreisnar von. Við systur höfum náttúrulega ekkert nema góð áhrif á hann :-D

Linda litla ljós

0 Mjálm: