BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, mars 25, 2003

Á vitlausum tíma

Það leit út fyrir að þetta yrði skrýtin dagur þegar ég vaknaði í morgun. Mér fannst ekkert eins og vanalega og það var að rugla mig í ríminu og ég var handviss um að ég væri eitthvað að ruglast. Þurfti því að lita nokkrum sinnum á klukkuna til að sannfæra sjálfa mig um að ég væri nú ekki að ruglast á tíma né hafði sofið yfir mig.
En málið er að þegar ég vaknaði þá fannst mér bjartara úti heldur en vanalega þannig að ég hélt ég hefði vaknað of seint. Nema þegar ég kem út þá er líka óvenju mikil umferð miða við alla hina dagana, það er meira segja fólk úti við og ég sé yfirleitt engan. Þegar ég kem í strætóskýlið þá er reyndar sama kona og venjulega þar þannig að ég sannfærðist um að ég væri kannski ekki það rugluð eftir allt saman. Í þokkabót þá var meiri umferð en vanalega.

Árni ég þarf þá kannski bara þessa sálfræðimeðfer eftir allt saman.

Linda ruglaða

sunnudagur, mars 23, 2003

Skattskýrsla

Jæja þá er maður búin að skila skattskýrslunni, fór niður í skóla til að komast á netið og kláraði þessa skattskýrslu, er ekki enn búin að koma netinu í gang heima. Eitthvað vesen með módemið.

Gekk alveg ágætlega að passa í gær, sofnaði að vísu í sófanum og dreymdi nokkrum sinnum að pabbi og Linda væru komin heim og svo þegar ég rankaði við mér fór ég að pæla í því hvort þau væru komin heim. Þar sem strákarnir voru heldur ekkert óþekkir þá dreymdi mig það bara í staðinn. Dreymdi að einn þeirra væri að stelast til að horfa á sjónvarpið og á bannaða mynd.... þokkalegt það!

Þoli að vísu ekki þegar mig dreymir svona og er síðan ekki viss hvort þetta hafi gerst eða ekki. Hef líka dreymt undanfarið að það sé verið að senda mér sms og er síðan ekki viss hvort það hafi verið eða ekki. Þarf þá náttúrulega að tjekka á símanum til þess að athuga hvort smsið sé þarna eða ekki.

Linda að fara yfirum

laugardagur, mars 22, 2003

bla bla

Stolist á netið, ég er hérna að passa heima hjá pabba og meðan Númi er að reyna að sofna þá er ég að stelast á netið. Þá veistu það pabbi :)

Annars var sungin fyrir mig afmælissöngurinn í vinnunni á föstudaginn, það var ein sem komst að því að ég átti afmæli á deginum áður og kallaði á aðra og þær tóku sig til og sungu fyrir mig :) var frekar vandræðalegt hehe

Mér var boðið út að borða í tilefni af afmælinu mínu og fór ég á Hereford steikhúsið sem var alveg fínt. Var svo södd að ég hafði síðan ekki lyst á því sem ég hafði útbúið ef fólk kíkti í heimsókn til mín. Sem betur fer þó var smá afgangur eftir af kjúklingasalatinu sem ég útbjó og gat ég tekið það með í vinnuna. mmmmm hvað það var gott. Mig langar bara endalaust meira í það.

Fékk síðan keramikskálina sem ég málaði á fimmtudaginn, og hún var alls ekki svo hræðileg. Get alveg sýnt hana og hún þarf ekki að dúsa upp í skáp. En allavega held ég að Númi sé sofnaður eða við það að sofna þannig að ég er farin að athuga hvað hinir strákarnir eru að gera af sér.

Linda barnapía með meiru

fimmtudagur, mars 20, 2003

Afmælisdagur

Þá er afmælisdagurinn runninn upp og um fimm mínútur í fæðingardaginn minn. Dagurinn byrjaði ekki vel og á ég þá við atburði síðastliðnar nætur. Ég vaknaði reyndar um fimm í morgun og komst þá að því að stríðið væri hafið. Dagurinn byrjaði svo á því að ég fylgdist með fréttunum sem hófust um sjö í morgun.

En af skemmtilegri málefnum þá er ég búin að fá rafrænt afmæliskort og símhringingu til að óska mér til hamingju með daginn :) takk fyrir það :)

Linda sem er búin að færast upp stigann

þriðjudagur, mars 18, 2003

Talið niður!

Bush telur niður stundirnar í stríð við Írak, ég ætla hins vegar að telja niður í eitthvað skemmtilegra eða telja niður í afmælið mitt. Núna er semsagt 38 klst í fæðingartímann minn.

Linda sem á bráðum afmæli

laugardagur, mars 15, 2003

Númi 2 ára

Yngsta systkinið mitt (að minnsta kosti enn sem komið er) er 2 ára í dag. Til hamingju með afmælið Númi Steinn, pabbi kannski les þetta fyrir þig þannig að skilaboðin komist til skila. Afmælinu hans Núma er reyndar frestað þangað til næstu helgi.

svöng

föstudagur, mars 14, 2003

Enginn listamaður hér

Það býr sko enginn leyndur listamaður í mér, annars var þetta nú alveg ágætt að mála keramikið. En allt of erfitt var að ákveða hvað ég ætti að fá mér, hvernig lit og svo framvegis. Stelpurnar reyndust hinu ágætistu ráðgjafar.

Annars á Númi Steinn afmæli á laugardaginn og Stebbi afmæli á sunnudaginn þannig að þeir fá fyrirfram hamingjuóskir. Til hamingju strákar.

Sá í dag á netinu að flugfar til Akureyrar á 999 kr en ég missti af því annars hefði ég svo stokkið til Akureyrar.

Linda ekki listamaður

fimmtudagur, mars 13, 2003

Afmæli og pirringur

Happy birthday Mor!

Hvaða endemis rugl er þetta, ég var að reyna að senda e-mail á hotmailinu mínu og þar kom að ég hefði sent hámark pósta á seinustu 24 klst. Hvaða rugl er þetta að takmarka sendingar á póstum sem maður sendir.... ég á bara ekki til orð yfir þessu og er frekar pirruð.

Annars er ég að fara í keramik fyrir alla á laugarveginum með stelpunum í kvöld, ætli leyndi listamaðurinn brjótist fram í mér!

Linda pirraða

miðvikudagur, mars 12, 2003

Sundbolaleit lokið!

Er ekkert smá fegin því að vera búin að finna sundbol, þannig að ég ætti ekki að þurfa að ganga í gegnum þetta aftur fyrr en eftir nokkur ár. En ég er til í sund bara hafið samband :-)

Það er enn eitt afmælið í dag en lítil frændi minn hann Arnar Gauti er 4 ára í dag. Til hamingju með afmælið Arnar Gauti minn.
Annars er fyndið hvernig nöfn þróast og hvað maður kallar fólk. Til dæmis heitum við systkinin pabba megin öll tveimur nöfnum samt finnst mér ég meira vera vör við að bæði nöfnin eru notuð hjá bræðrum mínum bæði þegar verið er að tala um þá eða tala við þá, en ekki eins hjá okkur systrum. Það er í raun bara ein manneskja sem hefur yfirleitt alltaf kallað mig Lindu Björk og það er mamma hans Arnars Gauta. Bræður mínir tveir hjá mömmu heita líka tveimur nöfnum en þar er t.d. yfirleitt bara annað nafnið notað.

Ég þarf að beita mig þvílíkum viljakrafti til þess að fara í vinnuna á kvöldin, ég er svo ekki að nenna að mæta. Þegar ég er búin með mína átta tíma hjá BÍF þá langar mig helst bara að fara heim en það hefur sjaldnast gerst þessar 3 vikur og 3 daga sem ég hef unnið þar. Ég ætla mér nú samt að vera bara 2 kvöld í viku hjá símanum finnst það bara yfirdrifið nóg. Svo fer líka að koma að því að ég þarf að vera eitthvað lengur á hinum staðnum.

Brostu framan í lífið og þá mun lífið brosa framan í þig

þriðjudagur, mars 11, 2003

Afmæli

Aldís vinkona á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið Aldís mín.
Annars er ótrúlega margir sem eiga afmæli í mars, enda kannski ekki skrýtið þar sem þetta er besti mánuðurinn :) jamm ég á líka afmæli í mars og það styttist óðum í það. Veit reyndar ekkert hvað ég að gera eða hvort ég eigi að gera eitthvað yfir höfuð.

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag......

mánudagur, mars 10, 2003

ha ha

Ég var að lesa færsluna mína yfir aftur og það kemur út eins og ég hafi farið í bíó með stórstjörnunum en auðvita skartaði myndin þessum stjörnum. Það var Guðmunda hins vegar sem var bíófélagi minn og hún er ábyggilega ekkert verri heldur en Nicole Kidman og þær stöllur. Jafnvel betri..... því við fengum að minnsta kosti frið til þess að horfa á myndina!

Linda grínisti af líf og sál

Sundbolaleit

Ég sem hélt alltaf að brjóstahaldarar væru með því verra sem maður gæti mátað í mátunarklefum, en ég er búin að komast að annari niðurstöðu. Það er hræðilegt að vera að leita sér að sundbol og þurfa máta þá. Frekar óþægilegt að standa hálfnakinn inn í mátunarklefa í einhverri búð þar sem maður gæti fengið hvern sem er inn á sig. Ekki alveg my thing. Ég kann mjög vel við minn gamla bara þar sem hann er að fara að eyðast upp og ég er ekki mikið fyrir að flagga því sem ég hef þá neyðist ég til þess að leita mér að nýjum. Það er ekki gaman, ég fór á fimmtudaginn og laugardaginn að leita að sundbol og er ekki búin að finna neinn, veit ekki hvort ég sé svona rosalega skrýtin eða kröfuhörð því sundbolurinn má ekki vera svona og hinsseginn.

Annars fór ég á the hour með Nicole Kidman, Julianne Moore og Meril Streep á laugardaginn, var reyndar svo sniðug að ég ákvað að fara til Guðmundu um sjöleytið til að sækja hana þannig að ég bauð mér í mat. Mjög hentugt. En myndin var góð og núna verð ég að prófa að lesa eitthvað eftir Virginiu Wolf........ það er bara must ásamt öllu hinum bókunum sem bíða eftir mér.

Á fimmtudagskvöldið var ég að passa yngsta systkinið mitt hann Núma Stein sem NB verður 2 ára núna 15. mars en ég semsagt komst að því að hann er algjör fantur, hann var alltaf eitthvað að pikka í mann og það ekkert laust. Hann er algjör grallari, kannski ekkert skrýtið heldur að hann sé fantur í ljósi þess að hann á fimm bræður og þar af þrjá sem eru 9 ára og einn 11 ára. Greyið litla hann á sér ekki viðreisnar von. Við systur höfum náttúrulega ekkert nema góð áhrif á hann :-D

Linda litla ljós

miðvikudagur, mars 05, 2003

Dett út af

Þvílík leiðindi núna er ég svo þreytt þegar ég kem heim á kvöldin að ég dett út af fljótlega eftir að ég kem heim. Var staðráðin í því í gær að horfa á survivor þar sem ég sé ekki fram á að ég muni sjá hann næsta laugardag. En þegar Jay Leno var með sinn fyrsta viðmælenda þá datt ég gjörsamlega út, rankaði aðeins við mér þegar sjónvarpið var búið og komst að því mér til ama að ég hafði misst af survivor. En þetta verður kannski til batnaðar bráðum þar sem ég stefni á að minnka símavinnuna niður í 2 kvöld og hafa frí á mánudagskvöldum þegar survivor er.

Nýja vinnan er alveg ágæt, lenti reyndar smá vandræðum í gær þar sem það var hálfpartinn enginn hérna sem ég gat leitað ráða til við ýmis mál og þurfti að svara í simann og kom þá ekki einmitt hópapöntun sem ég var ekki viss hvernig ætti að afgreiða. Gerði það hins vegar samt og komst að því mér til mikillar gleði að ég hafði ekki gert neitt af mér í þeim málum.

Það er ekki enn búið að gera við sturtuna :( en ég lét vita af þessu á laugardaginn en á eftir þá að tala aftur við þau. Jæja er að hugsa um að yfirgefa vinnuna og fara að kíkja á ljósmyndasýninguna í kringlunni en Birgir er með ljósmyndir þar til sýnis.

saumaklúbbur í kvöld :-)