BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, júlí 14, 2002

Sveitaball

Það var sveitaballsstemming hjá okkur í gær, en á Sandara gleðinni þá voru hvorki meira né minna en tvö böll á Hellissandi, annað var í félagsheimilinu Röst þar sem hljómsveitin Bít var að spila og þar var 18 ára aldurstakmar og vínveitingar. Hitt ballið var í Salthúsinu þar sem Land og synir voru að spila og þar var 16 ára aldurstakmark. Eins og einhver orðaði það nettlega að við urðum að velja milli fermingarpeninganna sem var í salthúsinu eða ellilífeyrisþegana í Röst. Einn vinur hans Jens valdi fermingarpeningana frekar. Þannig að við enduðum á Land og synir með honum Hreimi sæta (reyndar finnst mér hann ekkert sætur). Þetta var mjög áhugavert og skemmtum við okkur ágætlega. Sáum meira segja stelpuslagsmál að hluta. Það var einhver ein lítil sem réðst á sér eldri konu og stærri. Brjáluð gella. Ég hugsa að ég láti þetta duga í bili.

Njótið lífsins

0 Mjálm: