Helgin
Fór í mína fyrstu gönguferð á föstudagskvöldið, þ.e.a.s. ég var að leiðsegja fólki. Bjuggumst reyndar ekki við að neinn mundi koma þar sem veðrið var svo leiðinlegt. En okkur til mikillar ánægju og pínku skelfingar fyrir mig þá komu 7 manns. Þetta var allt fjölskylda en að ég held þá bara gekk þetta mjög vel, reyndar þurftum við að stökkva yfir einn læk sem var orðið svoldíð mikið í en það hafðist. Á laugardaginn þá komu 8 manns í göngu með okkur sem er bara nokkuð gott. Svo var barnastund í dag á Ólafsvík og mættu um 30 krakkar sem var kannski smá of mikið en við erum reynslunni ríkari :)
Næstu helgi er síðan Sandara gleði hérna á Hellissandi.
Á Snæfellsnesið allt að gerast
sunnudagur, júlí 07, 2002
Birt af Linda Björk kl. 13:45
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli