Hugmyndasnauð
Veit ekkert hvað ég á að setja í hausinn :) vonandi að hugmyndirnar detta ekki úr kollinum bara við það eitt að fara að vinna sem landvörður. Búið að vera mjög fínt á enn eftir að lesa heilmikið. Á köflum er samt stundum einmanalegt hérna enda bý ég ein og þarf að elda mér ein og svoleiðis þannig að það er ekki gaman. En ég hef samt verið dugleg að elda þótt ég hafi síðan kannski ekki alveg haft lyst á matnum. Sjónvarpið er borðfélaginn minn þessa stundina. Þetta lagast sennilegast samt allt á morgun því þá kemur einn landvörður í viðbót sem mun búa á sama stað og ég. Annars er ég að undirbúa barnastund út á Arnastapa og vona bara að einhverjir mæti. Veðrið gæti verið skemmtilegra en það er búið að vera þoka hérna á Gufuskálum og Hellissandi en hins vegar er veðrið svo breytilegt að það gæti verið allt öðruvísi sunnanmegin.
gott í bili
miðvikudagur, júlí 03, 2002
Birt af Linda Björk kl. 08:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli