BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, október 12, 2008

Slátur

Fór í slátur til mömmu áðan. Merkilegt að hún tók slátur núna og bauð síðan allri stórfjölskyldunni eða svona nánast í mat.

Fannst reyndar eilítið undarlegt að drykkirnir með matnum var kók, sódavatn, vatn og bjór. Það passar bara engan veginn við þannig að ég fékk mér mjólk.

En já er síðan er líf og fjör hér heima hjá mér og greinilega aldrei að vita við hverjum maður getur átt von á.

Allavega fór í þvottahúsið og þar sem blasti við mér var nágranni á nærbrókunum og kærastan með handklæði utan um sig.

Held þau hafi verið að leita að fötum á sig....það er að segja hreinum fötum sem voru á snúrunni :)

já já spennandi líf... sérstaklega spennandi lífið hjá mér ef þetta er það sem kryddar upp.......

hahhaa

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Hehe við vorum að taka slátur um helgina. Svo var auðvita slátur í matinn, en það var vatn með ;)
kv. Ásta D

Ella Bella sagði...

voðalega er ég ekki 2008 og tók slátur... hef bara ekki gert það síðan hérna í denn þegar að ég og amma R fórum til Helgu og Halla Helgu, á myndir mér til rökstuðnings en það var, skiluru 1989 eða álíka.