BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, október 20, 2008

Silfurskottur

Damn!

Var að greina það að ég er komin með silfurskottur inn á baðherbergið mitt.


Fann fyrir nokkrum viku eina slíka ráfandi - var ekki viss um hvaða kvikindi þetta væri en miða við lýsingu hélt ég að þetta væri ekki silfurskotta.

Enda alltaf þegar talað er um þær þá er það í fleirtölu þannig að bjóst við að þær væru alltaf nokkrar saman.

Svo er ekki.

Fann aðra á fimmtudaginn áður en ég fór í flug og svo aðra í dag :( - þessar tvær eru núna á baðherbergisgólfinu hjá mér með krukku yfir sig.

Og loksins mundi ég að googla silfurskottu og sá mynd sem staðfestir að kvikindið sé silfurskotta.

Damn

4 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Velkomin í hóp þeirra sem eru með óvelkomin kvikindi heima hjá sér. Þú mátt þó þakka fyrir að þú getur króað þínar lífverur af í krukku það geri ég ekki svo glatt. En bara til lukku með nýju gæludýrin Linda mín :-)

Kveðja Bella

Nafnlaus sagði...

Ég er með mikla pöddureynslu og hef oft búið með silfurskottur. Ef þú ert með silfurskottu þá er hún í öllu húsinu það er orðið svo gamalt ! Yfirleitt eru þær bara á baðinu. Ef þær fara að dreyfa sér þá er ráð að eitra.
Spurðu nágrannanna og kannski þeir sjái líka ef þeir fara að kíkja eftir henni, svo eru þvottahús og geymslur ´kjöllurum kjörstðaur.
Þær eru yfirleitt í raka og þær skemma ekkert fyrir þér ólíkt mörgum öðrum meindýrum.
kv. Ásta D

Nafnlaus sagði...

Til lukku með kvikindin....

Ég hefði samt frekar kosið mér eitthvert annað dýr eins og hund,kött nú eða fiska.... en svona erum við misjöfn... :Þ

kv. Eva

Linda Björk sagði...

ég hefði nú líka kosið mér að velja mitt dýr inn ;)