Agi
Já þarfnast aga.
Held ég muni ekki finna hann í Mið- og Suð-Ameríku. Einhvern veginn bara finnst mér þessi heimsálfa ekki hafa það orð á sér :)
Tilfinningin er sú að ég muni frekar finna aga í Asíu
Spurning um ný plön!
hmmm....... nah
mánudagur, október 27, 2008
mánudagur, október 20, 2008
Silfurskottur
Damn!
Var að greina það að ég er komin með silfurskottur inn á baðherbergið mitt.
Fann fyrir nokkrum viku eina slíka ráfandi - var ekki viss um hvaða kvikindi þetta væri en miða við lýsingu hélt ég að þetta væri ekki silfurskotta.
Enda alltaf þegar talað er um þær þá er það í fleirtölu þannig að bjóst við að þær væru alltaf nokkrar saman.
Svo er ekki.
Fann aðra á fimmtudaginn áður en ég fór í flug og svo aðra í dag :( - þessar tvær eru núna á baðherbergisgólfinu hjá mér með krukku yfir sig.
Og loksins mundi ég að googla silfurskottu og sá mynd sem staðfestir að kvikindið sé silfurskotta.
Damn
Árshátíð
Fer að líða að árshátið hjá vinahópnum.
Hjá fyrirtæki og öðrum er yfirleitt á svipuðum tíma. Nema það skemmtilega hjá okkur er að það er jú á haustin en samt mjög sveigjanlegt.
Það sem er farið eftir er ólétta og brjóstagjafir. Mjög skemmtilegt :)
###
Annars var helgin fín - sá í morgunblaðinu á fimmtudaginn að mér var boðið í mat þá um kvöldið en þar sem ég komst ekki vegna þess að ég var á Mývatni þá hélt faðir minn annað matarboð á laugardagskvöldið.
Allt til þess að ég komist - bíddu eða var það ekki til þess að ég kæmist í mat ;)
miðvikudagur, október 15, 2008
Ókeypis
Það besta í lífinu er ókeypis.
Er alveg að fíla þessar auglýsingar á skjá 1
Rétt í þessu voru tveir strákar að segja að sönn vinátta væri ókeypis og brosið líka og svo brostu þeir þessu rosalegu brosi.
Ef það fær mann ekki til þess að brosa þá veit ég ekki hvað.
###
Þarf að vakna á óguðlegum tíma á morgun (hmm er eitthvað guðlegt við tímann?) - plús það að taka strætó fyrir sjö.
Allt þetta til þess að komast í flug og það innanlands.
þriðjudagur, október 14, 2008
Klipping
Enn á ný er hárið á mér úr sér vaxið og farið að fara í taugarnar á mér.
En ég þori bara ekki að fara í klippingu - því seinustu skiptin sem ég hef farið þá hefur verðið verið hærra frá því að ég kom seinast.
Nógu dýrt fannst mér klipping þegar ég fór í sumar eða 4.100 kr. Erum bara að tala um klippingu!
Spurning er hvort ég eigi bara að vera eins og grýla um hausinn og safna þessu hári, eða fara í snoð hjá pabba...... hann á víst einhverjar græjur..
hmm.......
sunnudagur, október 12, 2008
Slátur
Fór í slátur til mömmu áðan. Merkilegt að hún tók slátur núna og bauð síðan allri stórfjölskyldunni eða svona nánast í mat.
Fannst reyndar eilítið undarlegt að drykkirnir með matnum var kók, sódavatn, vatn og bjór. Það passar bara engan veginn við þannig að ég fékk mér mjólk.
En já er síðan er líf og fjör hér heima hjá mér og greinilega aldrei að vita við hverjum maður getur átt von á.
Allavega fór í þvottahúsið og þar sem blasti við mér var nágranni á nærbrókunum og kærastan með handklæði utan um sig.
Held þau hafi verið að leita að fötum á sig....það er að segja hreinum fötum sem voru á snúrunni :)
já já spennandi líf... sérstaklega spennandi lífið hjá mér ef þetta er það sem kryddar upp.......
hahhaa
laugardagur, október 11, 2008
Þreyta
Sit hérna á háskólatorgi og er að rembast eins og rjúpa við staurinn að læra.
Gengur ekkert - afrakstur er einungis nokkrar blaðsíður, ekki einu sinni kafli.
hugsa að ég fari heim.....betur geymd þar en gera ekki neitt hér.
En var að pæla þegar ég skrifaði um rjúpuna... hvaðan kemur þetta? Rembast eins og rjúpan við staurinn.
Er þetta líka rétt notkun?
Mér er spurn
fimmtudagur, október 09, 2008
Merkilegt
Ætla ekki að tala um hversu pirruð ég var í dag vegna eins námskeiðs og hvernig mér tókst að auka pirringinn enn meira.
Neibbs ég ætla að tala um táknmálstúlka.
Finnst alveg stórmerkilegt að í fréttunum á Rúv undanfarna daga hafa verið táknmálstúlkar. Finnst að þetta ætti að vera alltaf.
Svona eins og mér finnst alltaf hálfkárlegt að þegar fréttir hafa verið um heyrnaskerta að þá hafa oft verið texti með en eingöngu við þær fréttir en ekki restina af fréttatímum. Hef alltaf fundist það mjög hallærislegt.
En vonandi verður þetta byrjun á því að verði ávallt táknmálstúlkur í fréttum.
miðvikudagur, október 08, 2008
Hlátur
Alltaf gott að hlæja, sérstaklega á þessum tíma þar sem endalaust niðurdrepandi fréttir koma.
En allavega þið ykkar sem viljið hlæja smá endilega kíkið á þetta blogg http://blog.sigurjon.com/?p=2237#comments - lesið og hlæjið, lesið líka kommentin sérstaklega þetta nr. 12 :)
Njótið og hlæjið
mánudagur, október 06, 2008
Horfur
Horfur á næstunni:
Lítur út fyrir að ég fari jafnvel að ferðast á næstunni - eða á nýju ári eftir ritgerðaskrif.
hmm....já
laugardagur, október 04, 2008
Ráðgáta
Það er mér hulin ráðgáta hversvegna það eru tvenn skópör fyrir framan lesstofu og tölvustofuna hérna á Háskólatorginu.
Var eitt par af kvennmannskóm sem er núna reyndar farið og eitt par af karlmannskóm (miða við stærð að dæma).
Mjög svo forvitnilegt.
En annars er eitthvað leiðindar hljóð hérna á lesstofunni - það hvín í einhverju.
###
Annars sá ég í andlitið á fólkinu sem býr suður með sjó, þau björguðu matarheilsunni en fórum á þann heilsusamlega stað bæjarins bestu. Það gerði það að verkum að ég gat setið lengur hérna við á Háskólatorginu að lesa.
já já
fimmtudagur, október 02, 2008
Gosh
Aldrei hefði ég trúað þessu upp á mig.
En ég er niðri í skóla að læra - nema plönin mín fyrir daginn í dag var að læra þar til að ég færi á eina mynd á kvikmyndahátðinni. Sú mynd byrjar 19.30
En þar sem mér gekk ágætlega að lesa ákvað ég að halda áfram og sleppa því myndinni. Það eina sem er að reka mig heim núna er hungrið.
Er að verða frekar svöng!
úti á þekju
jæja er ekkert sniðugt hvað ég er eitthvað gleymin núna. Var búin að steingleyma því að systursonur minn á afmæli á morgun og hefði það ekki verið fyrir að systir mín bauð mér í afmælið á morgun þá hefði ég sennilegast steingleymt þessu.
Gleymdi líka öðru afmæli - afmæli hjá litlum vin en mundi samt þó eftir því fyrir helgi :) Til hamingju með afmælið Ísak Esteban
Einu afmæli gleymdi ég ekki á sem var á mánudaginn og gat send afmælisóskir í tölvupósti..
Reyndar er búið að vera þjaka mig undanfarna daga einhverju sem ég hef verið að gleyma og skýringin semsagt að koma í ljós núna.