Innflutningspartý
Þá er það loksins yfirstaðið - innflutningspartýið mitt. Tókst bara vel til og er bara ánægð með það. Hef reyndar komist að því að í svona "fjölmennu" partý að það er frekar leiðinlegt að vera gestgjafi. Gat lítið sem ekkert talað við marga af gestunum og var ekkert inn í stofu fyrr en seint um kvöldið. Var annað hvort í eldhúsinu eða frammi á gangi að tala við fólk. Þegar fór að tínast út þá tókst mér að setjast niður og mingla. Kíktum svo niður í bæ og dansaði þar af mér lappirnar þrátt fyrir misjafnlega skemmtilega tónlist.
En ég er greinilega að verða gömul - fór að sofa um sex eftir að hafa keyrt öllum heim og var vöknuð um tíu og búin að vaska upp, ryksuga og skúra fyrir hálf tólf.
Myglaða Linda
sunnudagur, maí 29, 2005
Birt af Linda Björk kl. 20:26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli