17 ára
Elsti litli bróðir minn varð 17 ára í gær. Þvílík ósköp - mér finnst það rosalegt. Hann er að safna fyrir bílprófinu og þegar hann fær slíkt þá býst ég fastlega við því að lán á bílnum hennar mömmu minnki stórlega :( oh well.
Er að fara í kveðjuhóf hjá Danafaranum í kvöld - verður pínku skrýtið að missa eina úr landi. Margar af okkur hafa farið en bara tímabundið. Núna er hún að flytjast búferlum þannig að maður veit ekkert hvenær maður sér hana aftur.
gamla geit
föstudagur, maí 27, 2005
Birt af Linda Björk kl. 08:45
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli