Fyrsta barn ársins
Það er loksins komið að því að fyrsta barnið af þessum barnshafandi sem hafa og eru í kringum mig er loksins komið í heiminn. Þannig að ég býð litlu frænku velkomna í heiminn - Dagný og Geir búin að fjölga mannkyninu - til hamingju :)
Af öðru þá held ég sé algjörlega búin að gera útaf við mömmu og pabba - þau eru búin að vera frábær með að hjálpa mér seinustu daga - að öðrum ólöstuðum :)
Er búin að hafa sófaskipti við litlu systur hehe - hún var að lána mér sófa og ég henti út hinum sófunum tveimur sem ég er búin að hafa seinustu 7 ár eða svo... var síðan að heyra í pabba og hann að aka öðrum sófanum til hennar. Finnst það svoldið fyndið.
Hef sofið vel í nýju íbúðinni sem lofar góðu og íbúðin lofar alveg ágætu, nágrannar líka og hverfið.
Held ég vilji samt ekki fá annan svona janúar og febrúarmánuð - þar sem er brjálað að gera og finnst ég vera að svíkjast undan öllu.
oh well
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Birt af Linda Björk kl. 20:44
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli