Flutt
Já er flutt - flutningurinn í gær skotgekk. Var aðeins farið á tvær ferðir á bílnum hans pabba og svo stationinum hans Bubba. Fékk lykla klukkan hálf fimm - stuttu seinna kom svo pabbi með fyrstu ferðina og rétt fyrir sjö var ég búin að þrífa í Heiðarásnum og afhenda lykla.
Svaf svo fyrstu nóttina í vinnunni ;-) jamm hentugt og ætli ég verði ekki næstu einu til tvær nætur í viðbót. Var samt mjög áhugavert þegar ég var að fara í gær og á farfuglaheimilið og fór að spá í hvar tannbursti minn og bursti og fleira sem ég þurfti með væri. Hafði ekki hugmynd um það.
Kemur ábyggilega margt á óvart þegar ég fer að taka upp úr kössum og svona :-)
Þá er bara að hefjast handa við að mála!
málari með meiru
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Birt af Linda Björk kl. 09:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli