Útskrift
Jæja þá er maður loksins búin að þessu þótt fyrr hefði verið. Laugardagurinn var fínn og kvöldið betra. Fór að borða á Argentínu með vinum, foreldrum og litlu sys og viðhengi ;) Þetta var bara mjög notalegt en hefði átt að fara ögn fyrr heim - þvílík þreyta sem var í gangi. Maður þarf greinilega heldur ekki að drekka til þess að vera alveg ónýtur daginn eftir.
Eitthvað kom minnið mitt í umræðurnar á laugardagskvöldið og stelpurnar að tala um að ég væri upplýsingabanki hvað varðar hvað var gert, hvenær (nb! hvað þær gerðu af sér)o.s.frv. Ég er hinsvegar að komast að því að eitthvað urðu nöfn á læknum undanskilið því þeir greyin virðast ekki komast inn - t.d. þurfti ég að hafa samband við augnlækninn um daginn og spurði eina vinkonu sem hefur sama lækninn um nafnið á honum. Svo í dag þurfti ég að hafa samband við tannlæknirinn minn en gat ómögulega munað nafnið á honum þannig að ég hringdi í frænku mína sem benti mér á hann til þess að fá nafnið. Ég man alveg hvar þeir eru staðsettir en virðist bara alls ekki getað munað nöfnin. Sama er um lækninn á slysó sem hefur séð um puttann á mér. Ætli þetta sé eitthvað sálrænt hjá mér? Hmmm.....
Jæja er þreytt - sé fram á langa viku og vinna mikið. Er virkilega farin að langa í afslöppun.
adios
mánudagur, febrúar 28, 2005
föstudagur, febrúar 25, 2005
Í sjokki
Er í pínku sjokki - var að ganga upp tröppurnar í vinnunni þegar ég heyrði skrans og þegar ég leit við sá ég bíl keyra á mann eða reyndar sá það ekki vel fyrr en maðurinn lenti á götunni að ég áttaði mig á því að bílinn hefði keyrt á mann.
Maðurinn gat reyndar staðið upp og sagðist vera í lagi en var komin með kúlu á hausinn og var smá blóðugur. Fór síðan með hjúkrunarfræðingi inn á dvalarheimilið sem hann er á...
Miða við hvernig mér líður þá get ég ekki ímyndað mér hvernig stráknum líður sem var á bílnum eða gamla manninum.
pfff...
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Lyklar
Já mér tókst að læsa mig úti í gær - fattaði stuttu eftir að ég var komin út að lyklarnir voru inni. Sem betur fer var pabbi með lykil og reikna með að láta hann bara hafa þennan aukalykil ef ske kynni að ég mundi læsa mig aftur úti. Svo hentugt þar sem hann vinnur rétt hjá - er í vaktarvinnu og ansi oft á ferðinni :)eða það finnst mér. Fannst reyndar svoldið kómiskt því á föstudagskvöldið þá hringdi hjá mér bjallan og fyrir utan stóð ungur drengur sem ég tel fyrir víst að sé nágranninn og bað mig um að hleypa sér í gegn þar sem hann var læstur úti. Ég hugsaði með mér oh boy... verður þetta semsagt svona hér.... kannski launi líku likt og hringji hjá þeim þegar ég er læst úti og hef lykil faldan í þvottahúsinu..... alveg spurning.
Mikið að gera í vinnunni - finnst orðið verulega slæmt ef ég vakna upp á nóttunni og fyrsta sem kemur í hugann er vinnan og ég sé ekki að sinna henni eins og ég vildi það er að segja hef ekki nógan tíma. Hugsa málið og ef heldur svona áfram þá þarf ég að tala við bossinn veit verður svo sem ekkert gert en hann veit þá af þessu.
Hey er svoldið upp með mér - pabbi hringdi í mig í dag til þess að spurja um ritgerðina og finnst það mjög ánægjulegt að einhver sýni ritgerðinni minni áhuga hvort sem eitthvað meira verður úr eða ekki.
Meira dramað í kringum einn putta - jamm puttinn sem klemmdist. Tók upp á því að fá ofnæmi fyrir plástrinum sem ég var með og hélt spelkunni - þannig að spelkan fauk af í nokkra daga og puttinn búin að vera hreint ógeðslegur vægast sagt en virðist vera að koma til og bólgan að minnka.
puttalingur
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Bókahillur
Hey var ekki búin að segja frá fínu bókahillunum mínum :) er komin með þessar fínu hillur sem pabbi setti upp og ég hjálpaði við á sunnudagskvöldið - er mjög ánægð með þær og núna get ég sett barna og unglingabækurnar sem ég á upp í hillur en undanfarin ár hefur þetta bara verið geymt ofan í kössum og nýrri bækur uppi við.
jeiii
Linda og bókahillurnar
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Klæjar
Mig klæjar óhemjumikið í löngutöngina þessa dagana :( er búin reyndar núna að taka spelkuna af mér því mig klæjaði svo mikið en get ekki sett aftur á því ég gleymdi grisjunni og "plástrinum" í vinnu 1 í dag :(
Er komin með nýja eldavél og nýjan ísskáp í nýju íbúðina mína - rosa flott og bæði sama merkið.
Mamma gaf mér ísskáp í jóla,afmælis og innflutningsgjöf og svo var pabbi og co að gefa mér eldavél í gær í útskriftargjöf..... held þau séu að fara algjörlega yfir um.
Fæ því ekki rauðu eldavélina og mamma getur hætt að hafa áhyggjur yfir litavalinu í eldhúsinu en hún hafði ægilegar áhyggjur ;) hehe (varð að koma með smá skot á þau því ég veit þau lesa þetta bæði). En þakka annars kærlega fyrir mig... og ég veit mun bjóða í mat....
Farin að telja niður mínuturnar þangað til ég kemst heim!!!!
Var að tala við frænku mína á msn - amma skilur ekkert í þessum samskiptamáta hjá okkur enda ekkert skrýtið.
Finnst þetta alveg rosaþægilegt þótt margir bölva en finnst þetta vera góð leið til þess að hafa samskipti við skyldmenni sín sem maður mundi kannski ekki annars hafa.
over and out
föstudagur, febrúar 11, 2005
Sátt
Er mjög sátt liggur bara við að springa úr hamingju. Náði lágmarkinu sem ég var að setja mér :) jeiiii
Þá er bara að koma og fagna með mér 26. febrúar.
jeii jeii jibbii jeii
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Fyrsta barn ársins
Það er loksins komið að því að fyrsta barnið af þessum barnshafandi sem hafa og eru í kringum mig er loksins komið í heiminn. Þannig að ég býð litlu frænku velkomna í heiminn - Dagný og Geir búin að fjölga mannkyninu - til hamingju :)
Af öðru þá held ég sé algjörlega búin að gera útaf við mömmu og pabba - þau eru búin að vera frábær með að hjálpa mér seinustu daga - að öðrum ólöstuðum :)
Er búin að hafa sófaskipti við litlu systur hehe - hún var að lána mér sófa og ég henti út hinum sófunum tveimur sem ég er búin að hafa seinustu 7 ár eða svo... var síðan að heyra í pabba og hann að aka öðrum sófanum til hennar. Finnst það svoldið fyndið.
Hef sofið vel í nýju íbúðinni sem lofar góðu og íbúðin lofar alveg ágætu, nágrannar líka og hverfið.
Held ég vilji samt ekki fá annan svona janúar og febrúarmánuð - þar sem er brjálað að gera og finnst ég vera að svíkjast undan öllu.
oh well
föstudagur, febrúar 04, 2005
ónýt
Jæja ég er orðin ónýt - er með eitthvað þvílíkt tak eða tognuð á annari hliðinni - er farið að verða slæmt :(
Þurfti alltaf að vakna í nótt til þess að snúa mér en allt nema að vera á vinstri hliðinni var ómögulegt.
er enn verið að mála.
þreytt!!!
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
p.s.
Flutningurinn skotgekk því ég var með svo gott lið að hjálpa annars hefði þetta ekki gengið svona vel fyrir sig.
Þannig að ég þakka kærlega fyrir alla hjálpina!
Flutt
Já er flutt - flutningurinn í gær skotgekk. Var aðeins farið á tvær ferðir á bílnum hans pabba og svo stationinum hans Bubba. Fékk lykla klukkan hálf fimm - stuttu seinna kom svo pabbi með fyrstu ferðina og rétt fyrir sjö var ég búin að þrífa í Heiðarásnum og afhenda lykla.
Svaf svo fyrstu nóttina í vinnunni ;-) jamm hentugt og ætli ég verði ekki næstu einu til tvær nætur í viðbót. Var samt mjög áhugavert þegar ég var að fara í gær og á farfuglaheimilið og fór að spá í hvar tannbursti minn og bursti og fleira sem ég þurfti með væri. Hafði ekki hugmynd um það.
Kemur ábyggilega margt á óvart þegar ég fer að taka upp úr kössum og svona :-)
Þá er bara að hefjast handa við að mála!
málari með meiru