Frábærar móttökur
Fékk góðar móttökur i gær a flugvellinum þegar ég kom heim i gær :), ég á frábæra vini hvad get ég sagt :)
Málið er það þegar ég kom fram þá fór ég náttúrulega að líta eftir mömmu því hún ætlaði að koma að sækja mig. Það fyrsta sem ég hinsvegar sé er Jens með pappaspjald sem á stendur Björk og hann er dökklæddur og med sólgleraugu, svo kem ég auga á Árna og Birgi, einnig dökklæddir og med sólgleraugu. Birgir stendur med pappaspjald sem á stendur Linda og Árni med vönd af rósum. Þarna standa þeir allir þrír, nema ekki nóg með það heldur byrjar Jens að henda rósarblöðum að mér og svo byrja þeir að tala ensku og segja welcome home og eitthvað fleira. Síðan er mér gefið poki með íslensku dóti í. Það er lakkrís, sviðasulta, slátur og eitthvað fleira nammi. Birgir er síðan á fullu að taka myndir. Mig langaði svo til að sökkva niður í gólfið..... varð ekkert smá vandræðaleg. En þetta var frábært og eitthvað sem ég átti ekki von á....
Svarið varðandi Carlos lækni þá hefur hann 25 dollara á mánuði í laun og þar með vann Jens og búin að fá afhend verðlaunin sem var lítil flaska af kúbversku rommi.
Lindu sem finnst gott að vera komin heim
sunnudagur, nóvember 30, 2003
Birt af Linda Björk kl. 13:58
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli