Strætó
Guðmunda og Stebbi eru komin heil á höldnu frá Namibíu. Ég fór út á völl í gær til að sækja þau í ógeðslega veðrinu. Þrátt fyrir viðvarir mínar um veðrið þá vildu þau koma heim frekar heldur en að dvelja lengur í Þýskalandi. Með því þá náttúrulega missti ég bílinn sem ég var svoooooo góð að passa fyrir þau. Ég hugsa bara að bílinn þeirra sé í ágætu ásigkomulagi þar sem ég fór nánast daglega út til þess að viðra bilgarminn og leyfa honum að hreyfa sig aðeins, það er kannski bara ég sem hlýt eitthvað slæmt af að hafa haft bílinn þennan mánuð því hreyfingin sem ég fékk af að labba í og úr strætó fór.
Síðan er það bara spurning hvernig ég venst strætó aftur eftir þennan mánuð. Byrjaði reyndar ekki vel í morgun því ég missti af strætó og þurfti því að bíða í 10 mínútur eftir næsta vagni í þvílíkri grenjandi rigningu sem endilega þurfti að komast inn í strætóskýlið.
Komin á eitthvað ærlegt flipp með peninga, eyði þeim eins og ég hafi bara aldrei gert neitt annað um ævina! Mætti halda að ég sé farin að skíta peningum miða við eyðslu!
Linda money maker!
föstudagur, september 05, 2003
Birt af Linda Björk kl. 16:40
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli