BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, september 15, 2003

Ný talva

Fyrsta færslan í nýrri tölvu!
Já ég gerði mér lítið fyrir og gerði mér ferð í Svar til þess að kaupa mér fartölvu. Ekkert smá grand á því skal ég segja ykkur. Komin síðan strax með tölvuna í hendur og komin á netið.

Annars hélt ég að ég mundi ekki ná upp í Svar fyrir lokun vegna bilunar á bíl. Málið er að ég fór með mömmu upp í svar nema hvað hún náði í mig í vinnuna þegar hún var búin að vinna um fimmleytið. Þegar ég svo settist inn í bílinn hennar og ætlaði að loka hurðinni þá bara stóð hún á sér og ekki hægt að loka.
Við vorum eitthvað að bissast við þetta þarna fyrir utan farfuglaheimilið og kemur rúta frá kynnisferðum sem var að pikka upp farþega og bílstjórinn kemur eitthvað út og ætlar að reyna að hjálpa okkur en ekkert tekst. Því næst eru góð ráð dýr og við ákvaðum að fara á næstu bensínstöð til að athuga hvort þeir geti nú eitthvað hjálpað okkur. Að sjálfsögðu keyrðum við með opna hurð farþegamegin og mig langaði mest til þess að sökkva niður í sætið af skömm. Við komust þangað og einn starfsmaður kom og hjálpaði okkur en ekkert gekk honum betur og einnig var komin bílstjóri á rútu til þess að aðstoða hann. En allt kom fyrir ekkert og ekki vildi hurðin haggast. Á endanum urðum við að gefast upp fyrir hurðinni. Þegar mamma var svo í símanum til þess að athuga hvort við gætum nú ekki skilið bara bílinn eftir á sundlaugaveginum í stað þess að keyra alla leið í Hafnarfjörð með opna hurð þá prófaði ég hurðina aðeins aftur. Hurðin lokaðist oggulítið meira heldur en áður en samt ekki alla leið en maður fann samt að það væri möguleiki að skella henni núna. Þannig að mamma tók sig til og skellti hurðinni. Þannig að eitthvað hefur ábyggilega eyðilagst. En við þorðum ekki fyrir það minnsta að opna hana aftur. En við rétt náðum í svar fyrir sex og ég orðin nokkrum krónum fátækari....... eða verð það svona á næstum mánuðum.

Linda tölvu ríkari en peningum fátækari!

0 Mjálm: