Þoli ekki
Ég þoli ekki þegar maður er farin að lifa fyrir mánaðarmótin, þ.e.a.s. bíður eftir þeim með tilhlökkun því maður er orðin svo blankur.
En mánaðarmótin komu aðeins fyrr hjá mér, þarf ekki að bíða til morgundagsins, jeeiiii.
Linda þolinmóða......
þriðjudagur, september 30, 2003
Helgin!
Helgin var bara mjög fín og hún skynsamlega notuð í góðum félagsskap. Orðið eyða finnst mér svo neikvætt að ef ég mundi segja að ég hafi eytt helginni í góðum félagsskap þá finnst mér það svo neikvætt. Er einhver með gott orð sem ég get notað í staðinn?
Var að vinna í gærkveldi á farfuglaheimilinu og þetta var í fyrsta skipti sem ég var að vinna þarna að kvöldi til. Það var eiginlega bara mjög þægilegt, gott og rólegt andrúmsloft í húsinu, margir af gestunum voru í sameiginlega rýminu og þá að horfa á sjónvarpið, rabba saman eða spila fótboltaspilið, enda líka ágætt að það sé svo því ég verð á kvöldvöktum á næstunni, sem gerir gott fyrir budduna og væntanlegu utanlandsferðina.
Vinnan mín hjá símanum hefur flutt og við komin í annað húsnæði. Er pínku furðulegt því það er svo mikið af fólki í húsinu, þjónustuverið, siminn internet, eve online og bakvinnslan er til húsa á sama stað og þetta er allt í stórum sal....... kosturinn við þetta er kannski sá að úthringiverið er loksins komin með sín eigin borð og tölvur.
En hvað maður getur nú sett fólk í bása......sá tvo frekar "nördalega" samt ekki þetta voru svona furðulegar týpur hérna hjá símanum. Þeir voru ekki beint þannig útlits að þeir ynnu hjá símanum þannig að fyrsta hugsunin var sú að þeir hlytu að vera hjá eve online deildinni. Það sem maður getur nú verið að setja fólk alltaf í bása.
Lindau sem langar heim
föstudagur, september 26, 2003
Könnun á Gagnkynhneigð
Var að surva bloggera og rakst á þessa könnun á einum þeirra, alveg stórsniðug.
Það er mikið af erlendum skólahópum á farfuglaheimilinu þessa dagana og það sem mér finnst einna merkilegast við það að unglingarnir í þessum hópum taka yfirleitt leigubíla þegar þau eru að fara í bæinn eða koma úr bænum í stað strætó. Því lang flestir hinna gestanna sem koma á eigin vegum eru að taka strætó!
Lindu sem hlakkar til að fara í helgarfrí!
miðvikudagur, september 24, 2003
Nágrannar
Var á pínku sjónvarpsflakki í gær eftir að judging Amy bar búin og svo skemmtilega vildi til að ég skipti yfir á popp tívi og hvað haldið þið. Gesturinn í stólnum hjá strákunum í 70 mínútum var enginn annar en nágranni minn......... spurning samt hvort það sé rétt nefni þar sem íbúðin mín er inni í húsinu sem hann býr........ ah kemur kjánalega út oh well.
Allavega þá var hann þarna í viðtali og til að kynna myndbandið sem hann og hljómsveitin sem hann er í voru að gera. Horfði síðan á myndbandið og ég sá bara ekki betur en húsið "mitt" væri bara í myndbandinu. Þar sem stelpan leikur þá er það herbergi stráksins.... og svo útidyrnar og allt. Voða merkilegt allt saman. Annars var ég held ég svo upptekin af myndbandinu að ég gleymdi alveg að fylgjast með laginu og söngnum. Held samt að ég hafi heyrt stráksa syngja betur :-) , vorum eitt sinn á sama tíma á Dubliners þar sem hann tók lagið og þá fannst mér hann hafa voða fína rödd.
Út í aðra sálma þá er ég voða stolt af mér þar sem í dag að ég afrekaði það að nota loftþrýstismælir á dekkin á bílnum og setja loft í þau. Þetta fyrirbæri loft, dekk og setja loft hefur einhverja hluta vegna hrætt mig. Aðallega þó vegna þess að ég var alltaf svo hrædd um setja svo mikið að þau mundu hvellspringa! En ekkert slíkt gerðist.
Linda í næsta nágrenni við frægðina!
þriðjudagur, september 23, 2003
Haustlegt
Það er ekkert smá haustlegt um að litast úti núna!
Ég er ekki alveg að skilja tölvuna mína eða tenginguna því þegar ég er tengd netinu ætla ég mér að skoða blogg en ekki tekst að fara á síðuan og hef ég heimildir fyrir því að öðrum tókst það en ekki mér. En svo hafa líka aðrir tímar komið þar sem það hefur tekist.
En núna er bara að bíða eftir ADSL tengingunni og vona að það komi fljótt í hús.
Svo er allt að koma meira í ljós með ferðina mína í nóvember en ég og Sigga gátum svona nokkurn veginn ákveðið hvaða átt og lönd við ættum að huga að þegar ég kem til hennar.
Linda sem hlakkar til morgundagsins
laugardagur, september 20, 2003
fimmtudagur, september 18, 2003
Bílleysi
Bílleysið varði ekki lengi......... og nei ég er ekki orðin það rugluð að ég hafi líka keypt mér bíl, heldur verð ég að passa bíl næstu vikurnar. Steffi vinnufélagi er að fara út og vantaði einhvern til þess að passa bílinn sinn á meðan, þarf að viðra hann daglega. Bílinn þarf nefnilega hreyfingu þar sem annars hann gæti alveg hætt að gangaef hann er látinn standa. Jamm.... bíl með sál.
Annars er ég farin að æfa mig áður en ég fer út og þá í því að borða ein á veitingastöðum. Var áðan á Old West þar, fyrr í sumar fór ég á Madonnu og síðan hef ég nokkrum sinnum farið á Krús Thai til að borða.
Linda ekki bíllaus mikið lengur
þriðjudagur, september 16, 2003
Hæfileikar
Í móttökunni þarf maður að vera hinum ýmsum hæfileikum gæddur og geta svarað öllu.
Í dag kom par sem átti bókað nema þegar þau voru búin að ganga frá því þá spurðu þau mig hvort ég þekkti einhvern sem hefði keyrt opel astra. Ég mundi ekki eftir því en spurðu ástæðuna fyrir því.
Ástæðan var frekar spaugileg og þau vandræðaleg vegna þess. Málið var að þau gátu ekki komið bílnum í bakkgír og höfðu alltaf lagt þannig að þau þyrftu nú ekki að bakka. Þannig að ég bauðst til þess að fara með þeim út og kíkja á bílinn, hvort ég gæti þetta nú eftir að hafa keyrt hina ýmsu bíla.
Að sjálfsögðum var ég þeim hæfileika gædd að finna út úr því hvernig þau gátu sett blessaðan bílinn í bakkgír og sýndi þeim það og fékk mikið þakklæti fyrir :-)
Linda sem saknar tölvunnar sinnar
mánudagur, september 15, 2003
Ný talva
Fyrsta færslan í nýrri tölvu!
Já ég gerði mér lítið fyrir og gerði mér ferð í Svar til þess að kaupa mér fartölvu. Ekkert smá grand á því skal ég segja ykkur. Komin síðan strax með tölvuna í hendur og komin á netið.
Annars hélt ég að ég mundi ekki ná upp í Svar fyrir lokun vegna bilunar á bíl. Málið er að ég fór með mömmu upp í svar nema hvað hún náði í mig í vinnuna þegar hún var búin að vinna um fimmleytið. Þegar ég svo settist inn í bílinn hennar og ætlaði að loka hurðinni þá bara stóð hún á sér og ekki hægt að loka.
Við vorum eitthvað að bissast við þetta þarna fyrir utan farfuglaheimilið og kemur rúta frá kynnisferðum sem var að pikka upp farþega og bílstjórinn kemur eitthvað út og ætlar að reyna að hjálpa okkur en ekkert tekst. Því næst eru góð ráð dýr og við ákvaðum að fara á næstu bensínstöð til að athuga hvort þeir geti nú eitthvað hjálpað okkur. Að sjálfsögðu keyrðum við með opna hurð farþegamegin og mig langaði mest til þess að sökkva niður í sætið af skömm. Við komust þangað og einn starfsmaður kom og hjálpaði okkur en ekkert gekk honum betur og einnig var komin bílstjóri á rútu til þess að aðstoða hann. En allt kom fyrir ekkert og ekki vildi hurðin haggast. Á endanum urðum við að gefast upp fyrir hurðinni. Þegar mamma var svo í símanum til þess að athuga hvort við gætum nú ekki skilið bara bílinn eftir á sundlaugaveginum í stað þess að keyra alla leið í Hafnarfjörð með opna hurð þá prófaði ég hurðina aðeins aftur. Hurðin lokaðist oggulítið meira heldur en áður en samt ekki alla leið en maður fann samt að það væri möguleiki að skella henni núna. Þannig að mamma tók sig til og skellti hurðinni. Þannig að eitthvað hefur ábyggilega eyðilagst. En við þorðum ekki fyrir það minnsta að opna hana aftur. En við rétt náðum í svar fyrir sex og ég orðin nokkrum krónum fátækari....... eða verð það svona á næstum mánuðum.
Linda tölvu ríkari en peningum fátækari!
miðvikudagur, september 10, 2003
jáhá
Japan -
Viewed as the technological powerhouse of the 21st
Century, it has lived a reletively solemn and
singular history.
Positives:
Technologically Advanced.
Economic Superpower.
Healthy Populace.
Negatives:
Small.
Isolated and Sometimes Ignored.
Unlucky with Disasters.
Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla
Það var þá það!
laugardagur, september 06, 2003
Gsm síminn
Var að fá þær upplýsingar áðan að síminn minn hefði flust í símann hans Jens ef ég næ ekki að svara í hann, veit ekki hvernig mér tókst að breyta þessu þannig, man ekki til þess að ég hafi nokkurn tímann ætlað að færa símtöl mín í síman hans Jens. Hann sem er í Prag þannig að það er nú ekkert spaug að fá símtal svona frá mínum síma. Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu Jens. Er vonandi búin að aftengja þetta núna en ef svo er ekki og einhver sem hringir í símann minn en fær Jens þá mætti viðkomandi láta mig vita með smsi :-) Engin smá aulaháttur! En takk Stebbi fyrir að láta mig vita af þessu.
Búin að vera að vinna í móttökunni í morgun, var frekar mikið að gera og ég búin að vera eitthvað hálfpirruð í dag. Ferlegt þegar svona dagar koma og manni finnst túristarnir fara í taugarnar á sér og koma með heimskulegar spurningar......... en svo koma betri dagar þegar maður getur brosað við öllum........ en oh well........ það er best að fara að halda heim á leið.
Linda með enga gsm kunnáttu
föstudagur, september 05, 2003
Strætó
Guðmunda og Stebbi eru komin heil á höldnu frá Namibíu. Ég fór út á völl í gær til að sækja þau í ógeðslega veðrinu. Þrátt fyrir viðvarir mínar um veðrið þá vildu þau koma heim frekar heldur en að dvelja lengur í Þýskalandi. Með því þá náttúrulega missti ég bílinn sem ég var svoooooo góð að passa fyrir þau. Ég hugsa bara að bílinn þeirra sé í ágætu ásigkomulagi þar sem ég fór nánast daglega út til þess að viðra bilgarminn og leyfa honum að hreyfa sig aðeins, það er kannski bara ég sem hlýt eitthvað slæmt af að hafa haft bílinn þennan mánuð því hreyfingin sem ég fékk af að labba í og úr strætó fór.
Síðan er það bara spurning hvernig ég venst strætó aftur eftir þennan mánuð. Byrjaði reyndar ekki vel í morgun því ég missti af strætó og þurfti því að bíða í 10 mínútur eftir næsta vagni í þvílíkri grenjandi rigningu sem endilega þurfti að komast inn í strætóskýlið.
Komin á eitthvað ærlegt flipp með peninga, eyði þeim eins og ég hafi bara aldrei gert neitt annað um ævina! Mætti halda að ég sé farin að skíta peningum miða við eyðslu!
Linda money maker!