Símtal
Í dag í vinnunni, reyndar eftir að minni vinnu lauk en bara vildi svo til að ég var ennþá stödd í vinnunni þá hringir síminn. Það er að sjálfsögðu ekkert óvanalegt að hann hringir nema þar er beðið um einhvern sem talar íslensku. Nefnilega sú sem svaraði er austurrísk og talar því ekki íslensku. Stelpan sem átti að vera í móttökunni var ekki þar akkúrat þá stundina og því biður sú austurríska mig um að taka símann sem ég og gerði. Ekkert óvanalegt við það.
Nema nú kemur sá partur símtalsins sem gerist vanalega ekki. Í símanum var síðan kona sem talaði ensku (mér fannst eilitíð skrýtið að sú manneskja hafi verið að biðja um einhvern sem talaði íslensku) en allavega hún kynnir sig og segist vera að hringja frá Kanada og sé að framleiða einhvern sjónvarsþátt og eitthvað blablabla sem ég tók ekki mikið eftir því eins og áður segir þá var ég hætt að vinna og vildi því losna fljótt. Nema síðan spyr hún mig hvort ég kunni íslensku og ensku........ að sjálfsögðu segi ég já. Þá segir hún næst að hún vilji að ég mundi þýða frasa úr ensku yfir á íslensku...... ég hika smá og segist ætla að reyna að gera það..............
Hvað haldið þið að hún hafi beðið mig um að þýða............. alveg handviss um að þú gast ekki getið upp á þessu!
Hún bað mig um að þýða frasann I´m horny yfir á íslensku........ að sjálfsögðu spurði ég hvers vegna, hún sagði að það ætti að vera einhver sem maður sem ætti að segja þetta við einhvern kvenkarakter. Ég þessi saklausa unga stúlka verð að sjálfsögu við hennar ummælum og segir Ég er graður en mér fannst nú frekar óþægilegt að segja þetta og fannst nú eins og verið væri að hafa mig að fífli......... síðan biður hún mig að stafa þetta sem ég gerði einnig....... svo endurtók þessi manneskja orðin nokkrum sinnum og spurði hvort þetta væri rétt. Nema þegar hún bað mig síðan um að segja þetta við pródúsentinn sinn svo hann heyrði líka hvernig þetta væri borið fram þá sagði ég bara hinga og ekki lengra og neitaði manneskjunni.
WHY WHY WHY........... ég er bara ætluð að lenda í einhverju svona..... mér líkaði ekkert smá illa við þetta og hefur sínar ástæður. Þegar ég var að vinna á talsambandinu þá lenti maður stundum í einhverjum klámhundum sem voru að hringja inn og spurja um hitt og þetta eða stynja í simann. Oft þá byrjuð þeir sakleysilega þannig að það var eins og þeir væru að spyrja um eitthvað vildu fá kollegt símtöl en svo byrjuðu þeir að klæmast.
Svo ég endi þetta nú á góðu nótum og með smá skemmtisögu um símtal þá fékk ég annað símtal á mánudaginn.......... nema þar var maður sem ég var búin að bóka og hann var að spurja einhverjar loka spurningar um bókunina. Nema þennan dag var ég að vinna í móttökunni og hann staddur á farfuglaheimilinu og þegar ég tala í símann þá horfi ég á hann vera að tala í simann við mig! Hann var á svæðinu við móttökuna. Henni Steffi fannst þetta að sjálfsögðu mjög fyndið ásamt mér þannig að hún æddi að manninum og spurði hvort hann hefði ekki verið að tala við Lindu og sagði síðan jamm þetta er Linda. Greyið maðurinn fór í smá kleinu en hló síðan að þessu og spurði mig síðan loka spurningar.
Linda sakleysingi!
miðvikudagur, ágúst 20, 2003
Birt af Linda Björk kl. 20:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli