Augnlæknir!
Lét loksins verða af því að heimsækja augnlæknirinn minn í annað skiptið því mig grunaði að sjónin hafði versnað. Sá grunur var algjörlega á rökum reistum og því þarf ég að fá mér sterkari gleraugu :( buuhuuu.
Ég ákvað að spyrja um linsur svona af því að ég var þarna, hann skoðaði í mér augun með tilliti til þeirra líka. Ég reyndar byrjaði að lýsa efasemdum mínum á að ég gæti haft linsur því ég gæti sennilegast ekki komið þeim upp í augað hvað þá tekið þær úr.
Hann reyndar lýsti því yfir að ég væri með hrá augu og væri ekki góður stuðningur fyrir linsurnar, því væri ég með viðkvæm augu og myndi eflaust finna meira fyrir þeim heldur en aðrir. Síðan tróð hann linsunum í augun og eftir það fékk ég kennslu hjá aðstoðarkonu hans í að taka úr linsuna. Það tók nokkrar tilraunir en að lokum tókst það. Þannig að nú á ég linsur og þá þarf ég
"bara" að kaupa mér ný gleraugu.............
Gerðist nokkuð sniðugt í vinnunni áðan, það kom maður að hitta forstöðukonuna yfir farfuglaheimilinu áðan því hann ætlar að leigja eitt herbergi í september hjá okkur og vinnur fyrir leigunni að einhverju leyti nema þessi maður var Ítali og maður sem ég er búin að þekkja síðan ég var sex ára :-). Hann var nefnilega að passa mig á Brekkukoti þegar ég var sex ára og hef hitt hann í gegnum árin svona á förnum vegi. Mér finnst þetta gífurlega sniðugt!
Gaman að þessu!
mánudagur, ágúst 25, 2003
Birt af Linda Björk kl. 15:54
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli