Pirruð
Í dag er ég búin að vera pirruð og er enn :( eitthvað sem ekki hefur gengið upp og svo bara þegar maður er þannig stemmdur þá fara svo margir hlutir í taugarnar á mér. En ég ætla að reyna að skrifa mig út úr pirringnum þannig að þetta á ekki að vera leiðindarblogg.
Um daginn var tónlistarstríð heima hjá mér (sennilegast bara af minni hálfu) en það lýsir sér þannig að ég var í sakleysi mínu að hlusta á Sigur rós meðan ég var að dunda mér við eitthvað sem ég man ekki lengur hvað er. Allavega eftir smá stund tek ég eftir að strákarnir sem búa í húsinu eru farnir að spila lika einhverja tónlist og er hún í hærra lagi. Þeir eða hann spiluðu meðal annars Ný dönsk og svo einhver rokk lög þannig að þegar kom svona pásur inn á milli hjá sigur rós þá heyrðist alveg þessi þvílika tónlist. Ég ákvað því að skipta um tónlist hjá mér vegna þess að það er ekki hægt að hlusta á sigur rós með eitthvað annað undir lika. Þannig að Bob Marley var fyrir valinu sem var svo sem ágæt. En það var sennilegast bara ég í þessu tónlistarstríði því þeir hafa ábyggilega ekki heyrt í tónlistinni minni.
Páskarnir voru alveg ágætir hjá mér, finnst reyndar frekar fyndið að ég keypti mér páskaegg nr. 3 því ég bjóst ekki við að fá páskaegg frá neinum og það er ómöglegt að hafa páska án þess að fá málshátt en svo endaði ég uppi með þrjú egg. Mamma gaf mér eitt og einnig pabbi og Linda, en ég gaf þá eggið sem ég hafði keypt handa mér enda er enn eitt og hálft páskaegg eftir heima.Takk fyrir eggin :) Einn málshátturinn sem ég fékk hljómar svona: Ef allir eru jafnir er enginn mestur er ekki mikill sannleikur í þessu?
„If everybody in Iceland are as nice as you my trip will be wonderful“. Þetta er setning sem kom til mín í tölvupósti í dag, annars var ég að minnast á þetta við eina sem vinnur með mér og hún sagði að það væru líka nokkrir sem kæmu með gjafir þannig að ég bíð spennt eftir sumrinu hvort ferðamennirnir koma ekki færandi hendi.
Linda sem bíður sumarsins
miðvikudagur, apríl 23, 2003
Birt af Linda Björk kl. 18:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli