BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Bækur

Það er víst dagur bókarinnar í dag. Ég rak upp þessi stóru augu í dag þegar ég fór í strætó, það héngu nefnilega kiljur aftan á sætisbökunum í strætó, illa farið með bækur en samt nokkuð sniðugt. Þarna gefst farþegum strætó að glugga í hinar ýmsu bækur, því miður fyrir mig þá settist ég í sæti þar sem Bridget Jones bókin var og þar sem ég er búin að lesa hana þá langaði mig ekkert að glugga í hana.
Talandi um bækur þá beið mín pakki þegar ég kom heim í gærkveldi, þrjár bækur en þetta var Bridget Jones framhaldið, Galdrar eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Eitruð epli eftir Gerði Kristný (held ég) en ég hlakka mest til þess að lesa eitruð epli.... Veit eiginlega ekki hvað er að koma yfir mig ég er búin að kaupa mér mikið af bókum undanfarið sem safnast bara upp því ég hef ekki haft tíma til þess að lesa þær. Ég hef þá eitthvað að gera ef ég finn ekki vinnu í haust ;)

Linda bókaormur

0 Mjálm: