BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Saumaklúbbur

Það var afturhvarf til fortíðar í saumaklúbbnum í kvöld, tekin voru upp myndaalbúmin mín og skoðaðar myndir frá því að við vorum í 9.bekk en þá kynntumst við stelpurnar eða ég og Sigga komum í bekkinn. Það komu upp all mörg skemmtileg komment um útlit og annað slíkt. Ég fékk til dæmis kommentið að ég væri baby face á einhverri mynd, einhver fékk það komment um sig að hún hefði nú skánað all mikið og svo framvegis. Niðurstaðan var sú að sumir ættu að láta klippa sig meðan aðrir ættu að safna hári og allar að léttast um 10 kg eða svo. Þess fyrir utan voru rifjuð upp það sem margar hverjar höfðu gert af sér og kom líka sumt í ljós sem ekki hafði verið uppljóstrað áður. Spurningin var síðan hvort við ættum að halda áfram að taka myndir því hvernig þetta yrði eftir 10 ár hvort við mundum halda áfram að segja nú við vorum ekkert svo slæmar þarna eða hvort við gætum lítið á myndirnar og sagt já ég lít mikið betur út í dag!

fortíð, nútíð og framtíð

0 Mjálm: