Bjargvættur!
Ekki amalegt það að klukkan er ekki orðin tvö og ég búin að aðstoða tvo vini sem hringdu og báðu um aðstoð :-) alltaf gaman að geta aðstoðað vini sama hversu ómerkilegt það er, mun væntanlega svo hlaupa undir bagga með öðrum vini í kvöld með því að vinna fyrir hann. En reyndar mun ég þá fá borgað fyrir þann greiða þannig að þetta er kannski meira svona greiði á móti greiða. Ekki það að mér hafi fundist eitthvað ómerkilegt það sem ég gerði fyrir þær!
Annars er sturtan að gera mig geðveika þessa dagana, vatnið er svo óstöðugt þessa dagana og skiptist á heitu og köldu þó mest að kemur kalt vatn skyndilega. Finnst þetta frekar skrýtið því fyrst þegar ég flutti inn þá var ég ekki neitt vör við þetta en finnst þetta að vera að aukast. En þarf víst ekki að hafa mikið lengur áhyggjur yfir þessu þar sem styttist óðum í að ég flytji........ og yfirgefi þessa frábæru tengingu sem verður mikil söknuður. Kannski mun ég samt ekki finna það mikið fyrir því þar sem ég verð náttúrulega að vinna allan daginn.
You can fool all the people some of the time, and some of the people all the time, but you cannot fool all the people all the time. - Abraham Lincoln
föstudagur, febrúar 14, 2003
Birt af Linda Björk kl. 13:54
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli