Arg
Háskólinn tapaði skattkortinu mínu :( og nú þarf ég að sækja um nýtt. Fúlt, hundfúlt. Annars er ég fegin hvað hægt er að gera mikið með tölvu. Fór á netið til þess að sækja um eyðiblað fyrir skattkortið og sendi síðan í faxi. Eins þegar ég skipti um lögheimil þá sótti ég eyðublaðið á netinu og sendi í faxi. Þvílíkur munur í stað þess að fara á staðinn sem tekur tíma.
Komin í helgarfrí :) jíbbí
over and out
föstudagur, febrúar 28, 2003
fimmtudagur, febrúar 27, 2003
Kvart og kvein!
Það er ýmist í ökkla eða eyra hjá mér........ er það ekki annars eitthvað orðatiltæki?
Strætómálin hafa ekki gengið neitt vel, eftir að hafa tekið rangan strætó á mánudaginn þá passaði ég mig náttúrulega vel á að taka nú réttan strætó. Þegar ég kom að hótel Esju þar sem ég hafði áætlað að fara úr til þess að ná í 5 þá sé ég að fimman er að renna í hlað á strætóstoppistöðinni þannig að ég blóta í sand og ösku að þurfa að ganga þaðan og í laugardalinn, ég byrja að ganga en sé að fimman er enn á stoppistöðinni þannig að ég tölti mér yfir götuna og tek fimmuna. Það hafði einhver séður farþegi úr tólfunni beðið um að strætó biði eftir sér þannig að ég náði í strætó í þetta skiptið. Miðvikudagsmorguninn gekk þetta ekki svona vel, því þá sá ég fimmuna á ljósunum þegar ég brunaði framhjá í leið 11 og fór þar af leiðandi niður á Hlemm til þess að taka næsta strætó.
Í morgun var ég svo á bílnum hennar mömmu þannig að ég þurfti ekki að pirra mig á strætó, vísu þurfti að koma við í Hafnarfirðinum til þess að ná í hana :)
Týpískt að ég kvarti yfir því sem ég var að kvarta yfir að gerðist ekki fyrir einhverjum dögum. Ég held ég hafi einhvern tímann talað um það að ég vildi að ég sofnaði yfir sjónvarpinu það væri svo þægilegt því ég var í einhverri afneitun með að fara að sofa. Núna hins vegar dett ég út yfir sjónvarpinu um leið og er ekki ánægð. Sérstaklega þar sem ég missti af endursýningunni á Survivor á þriðjudaginn. Málið er semsagt það að núna er ég að vakna í vinnu á morgnana og vinn mína 8 klst nema eftir vinnuna hjá BÍF þá fer í vinnuna hjá símanum og er þar til hálftíu á kvöldin. Nema þar sem ég er flutt lengst út í rassgat þá er ég náttúrulega mikið lengur heim. Þannig að í staðinn fyrir að vera komin heim um tíuleytið er ég komin heim tuttugu mínútum seinna. Þá leggst ég upp í rúm til að horfa á sjónvarpið en þar sem ég er svo þreytt þá dett ég útaf tiltölulega fljótlega.
Núna tekst mér þar af leiðandi að kvarta yfir því sem ég kvartaði yfir um daginn að gerðist ekki. Svona getur maður verið í mótsögn við sjálfan sig.
Svona úr því að ég er byrjuð að kvarta þá held ég bara áfram..... en sturtan eða blöndurtækin á nýja staðnum er eitthvað biluð því sturtan er svo heit að ég get ekki verið í henni. Þannig að ég er komin með tækni á morgnana þegar ég fer í sturtu. Semsagt ég stíg inn um leið og ég kveiki á sturtunni og þá er hún köld. Þá reyni ég nú eitthvað að bleyta í mér og þvo á mér hárið. Svo meðan sturtan er að hitna þá nota ég tækifærið til að þvo sápuna úr hausnum en allt verður þetta að taka stuttan tíma því sturtan er svo rosalega fljót að hitna og verður HEIT.
En til að enda þetta nú aðeins á jákvæðum nótum þá held ég að þetta sé eiginlega í fyrsta skipti sem ég er ekki í vaktavinnu og er að vinna 8-16 eða 9-17 reyndar er ég alltaf 8.30-16.30 :) og so far er það bara mjög gott og gaman að reyna það og hafa frí um helgar. Reyndar skilst mér að það eigi eftir að breytast því þegar það fer að aukast að gera þá hleypur maður ekkert úr vinnunni eftir 8 klst heldur reynir að klára að ganga frá málunum sem maður er með.
hasta la vista
mánudagur, febrúar 24, 2003
Á lífi!
Ég er á lífi......... 2. vinnuvikan í nýju vinnunni minni er byrjuð og so far er þetta bara fínt. Mikið að læra en það kemur smátt og smátt. Er núna í hinni vinnunni minni þannig að þetta er orðin pínku langur dagur. Ég flutti líka um helgina, fékk góðan mannskap í að flytja þannig að þetta tók enga stund. Meira segja var farið að taka upp úr kössum og raða í hillur og setja saman hillur og fleira þegar ég fór að ná í pizzur handa fólkinu :). Síðan voru mamma og Erla svo röskvar að þær fóru nánast hamförum í að raða og skipuleggja hjá mér en ég sagði þó stopp á sumum stöðum. Myndir komnar á veggina og svona, bara mjög fínt. Takk fyrir hjálpina :) Svo þreif ég líka á Eggertsgötunni á sunnudeginum með góðra manna og kvenna hjálp. Gott að eiga góða að :-) Versta við þetta allt saman er að ég er búin að missa þessa frábæru tengingu við netið og ekki með neina á nýja staðnum. Á reyndar eftir að taka ákvörðun um hvað ég geri með internetsaðgang.
Annars byrjað morgunin ekkert voða vel því fyrir það fyrsta þá svaf ég ekki vel í nótt og svo í morgun þegar ég var í fyrsta skipti að taka strætó frá nýja staðnum og í vinnuna þá þurfti ég náttúrulega að taka rangan strætó, tók 110 í stað 11 en fannst þetta vera 11 því strætó var að koma þegar ég var að ganga að biðskýlinu þannig að ég hljóp til þess að missa ekki af honum og sá þar af leiðandi ekki núllið fyrir aftan 11 :( ég er ekkert smá seinheppin en þetta gerði svo sem ekkert til í sjálfu sér því ég skilaði mér á endanum í vinnuna. En á morgun skal ég vanda mig betur og taka rétta vagninn :)
seinheppin
föstudagur, febrúar 14, 2003
Bjargvættur!
Ekki amalegt það að klukkan er ekki orðin tvö og ég búin að aðstoða tvo vini sem hringdu og báðu um aðstoð :-) alltaf gaman að geta aðstoðað vini sama hversu ómerkilegt það er, mun væntanlega svo hlaupa undir bagga með öðrum vini í kvöld með því að vinna fyrir hann. En reyndar mun ég þá fá borgað fyrir þann greiða þannig að þetta er kannski meira svona greiði á móti greiða. Ekki það að mér hafi fundist eitthvað ómerkilegt það sem ég gerði fyrir þær!
Annars er sturtan að gera mig geðveika þessa dagana, vatnið er svo óstöðugt þessa dagana og skiptist á heitu og köldu þó mest að kemur kalt vatn skyndilega. Finnst þetta frekar skrýtið því fyrst þegar ég flutti inn þá var ég ekki neitt vör við þetta en finnst þetta að vera að aukast. En þarf víst ekki að hafa mikið lengur áhyggjur yfir þessu þar sem styttist óðum í að ég flytji........ og yfirgefi þessa frábæru tengingu sem verður mikil söknuður. Kannski mun ég samt ekki finna það mikið fyrir því þar sem ég verð náttúrulega að vinna allan daginn.
You can fool all the people some of the time, and some of the people all the time, but you cannot fool all the people all the time. - Abraham Lincoln
fimmtudagur, febrúar 13, 2003
Valentínusardagur
Er þessi dagur hættur að tröllríða öllu hérna? Ég hef sem betur fer ekki orðið mikið vör við auglýsingar og annað fyrir þennan dag kannski vegna þess að ég hlusta ekki roslalega mikið á útvarp hef reyndar tekið eftir þessum valentínusarkortum á einhverjum bensínstöðvum. Þessi dagur fer afskaplega mikið í taugarnar á mér, nei það er ekki að því að ég geti ekki unnt einhverjum öðrum að vera ástfangin heldur að þetta æði er að koma frá Bandaríkjunum og reyna að troðast inn í íslenskan veruleika sem mér finnst bara alls ekki eiga heima hér. Við höfum bóndadag og konudag og ef elskendur vilja gefa hvort öðru einhverja gjöf þá eiga þau ekki að þurfa að hafa einhvern sérstakan elskendadag til þess. Hvað kemur næst hjá okkur? Förum við kannski og höfum Martin Luther King dag eða Kólumbusardag.
íslenskt já takk
miðvikudagur, febrúar 12, 2003
jabbídabbídú
Mín er bara komin með vinnu! Ég er ekkert smá fegin og þvílíkt þungu fargi af mér létt. Þetta er að vísu bara tímabundið starf en þarf ekki að fara að hafa áhyggjur af því fyrr en í haust. Þetta er líka hjá vinnuveitenda sem metur mín fyrri störf og nám. En ástæða þess að ég nefni það er að ég fór í annað atvinnuviðtal á dögunum í sambandi við starf á gestamóttöku og þar var verið að ræða um störfin sem ég hef unnið og það að ég sé að klára ferðamálafræðina í háskólanum. Síðan spyr maðurinn mig hvort ég hafi áhuga á herbergisþrifum! Já, einmitt þess vegna var ég nú þrjú ár í háskólanum og sækja um starf í gestamóttöku til þess að fara nú í herbergisþrifin. Ég var ekki sátt þegar ég kom úr þessu viðtali en get með glöðu gleði sagt NEI TAKK ef það verður hringt í mig og mér boðið starfið. Nú gæti eflaust einhverjum þótt ég vera að tala niðrandi um þá sem eru í herbergisþrifum en það er ekki málið. Ég hef verið í herbergisþrifum, var að vinna svoleiðis vinnu í Englandi ásamt því að ég var eitt sinn að vinna á gistiheimili í Reykjavík og það var alveg þrælskemmtilegt en þar sá maður nánast um allt. Sá um herbergisþrifin að taka á móti gestunum, innrita þá og kveðja. Ásamt því að sjá um morgunmatinn og svona. Reyndi á mann því maður var bara einn á vakt. Einnig sáum við um að þvo síðan rúmfötin.
Nú eru tvö mál farin frá og það þriðja bara eftir sem er alfarið undir mér komið.
Lífið er lotterí
mánudagur, febrúar 10, 2003
Sníkjudýr
Ég er orðin eitt allsherjar sníkjudýr hjá Blóðbankanum :( því verr og miður. Ég hef núna gert tvær tilraunir til þess að gefa blóð þar þannig að alls hef ég farið þrisvar sinnum í Blóðbankann en fyrsta skiptið er ekki tekið blóð þar sem fyrst þarf að rannsaka hvort maður sé nú hæfur til þess. En allavega þessi tvö skipti sem ég hef gert tilraun til þess að gefa blóð þá hefur það ekki tekist. Í fyrra skiptið sem var í sumar þá var ég aðeins undir mörkunum að geta gefið blóð þannig að hjúkrunarfræðingurinn sendi mig heim með járntöflur til þess að laga þetta svo ég gæti nú gefið blóð. Í dag var síðan önnur tilraun mín og var ég reyndar óundirbúin undir það þar sem ég fór með Siggu vinkonu, en þar sem ég hafði ekki borðað um daginn þá vildi hjúkrunarfræðingurinn nú ekki einu sinni athuga hvort ég væri með nóg blóð. En ég fékk hins vegar að borða þess í stað, hugsa að hún hefði bara átt að senda mig að borða og láta mig svo koma aftur fram og þá hefði ég nú kannski bara geta gefið eftir allt saman. En alla vega eftir þessi þrjú skipti sem ég hef komið þangað þá hef ég borðað þarna tvisvar en aldrei getað gefið og þess vegna finnst mér ég nú algjört sníkjudýr sem ég er bara alls kostar ekki sátt við. Ég ætla nú að fara að bryðja þessar járntöflur og takast á við afleiðingar þess.
Annars var ég voða ánægð með það sem hjúkrunarfræðingurinn spurði mig áður en hún komst að þessu með matinn, því hún spurði mig samviskuspurningar og ég fór náttúrulega í þvílíka vörn og hélt að hún ætlaði nú að spyrja mig að einhverri vandræðalegri spurningu en svo spurði hún þessrar fyndnu spurningar. Hún spurði hvort ég næði 50 kg....... ég hélt ég yrði ekki eldri........ en tók þessu bara sem hrósi þar sem ég er náttúrulega yfir :-)
gefa blóð
sunnudagur, febrúar 09, 2003
Mér líkar liturinn!
Já mér leiðist núna á sunnudagskvöldi, ekkert spes i sjónvarpinu, tími ekki að taka spólu og er þess í stað á netinu að taka einhver próf, minnsta kosti get brosað af þeim og leyft öðrum að hlæja af þessu rugli. Einhverra hluta vegna sest ég heldur ekki niður til þess að lesa bók. Öllum er líka frjálst að tjá sig í kommentin eða rita í gestabókina :)
Blues are some of the most loving, nurturing and
supportive personalities. They live from their
heart and emotions. Their purpose for being on
the planet is to give love, to teach love and
to learn that they are loved. Their priorities
are love, relationships, and spirituality.
What Is Your True Aura Colour?
brought to you by Quizilla
Bear
What Is Your Animal Personality?
brought to you by Quizilla
kannski ekki svo vitlaust ;-)
cuddle and a kiss on the forehead - you like to be
close to your special someone and feel warm,
comfortable, and needed
What Sign of Affection Are You?
brought to you by Quizilla
Leiðist
avoidant
Which Personality Disorder Do You Have?
brought to you by Quizilla
endemis vitleysa
fimmtudagur, febrúar 06, 2003
Saumaklúbbur
Það var afturhvarf til fortíðar í saumaklúbbnum í kvöld, tekin voru upp myndaalbúmin mín og skoðaðar myndir frá því að við vorum í 9.bekk en þá kynntumst við stelpurnar eða ég og Sigga komum í bekkinn. Það komu upp all mörg skemmtileg komment um útlit og annað slíkt. Ég fékk til dæmis kommentið að ég væri baby face á einhverri mynd, einhver fékk það komment um sig að hún hefði nú skánað all mikið og svo framvegis. Niðurstaðan var sú að sumir ættu að láta klippa sig meðan aðrir ættu að safna hári og allar að léttast um 10 kg eða svo. Þess fyrir utan voru rifjuð upp það sem margar hverjar höfðu gert af sér og kom líka sumt í ljós sem ekki hafði verið uppljóstrað áður. Spurningin var síðan hvort við ættum að halda áfram að taka myndir því hvernig þetta yrði eftir 10 ár hvort við mundum halda áfram að segja nú við vorum ekkert svo slæmar þarna eða hvort við gætum lítið á myndirnar og sagt já ég lít mikið betur út í dag!
fortíð, nútíð og framtíð
mánudagur, febrúar 03, 2003
Öryrkjar
Sivar var aðeins á undan mér að benda á umræðurnar hans Árna með öryrkja en skrifin hans eru alveg brill. Vissulega hefur engin valið sér það hlutskipti að vera öryrki eins og hann Árni benti réttilega á en því miður er alltaf til fólk sem misnotar kerfið og fyrir það líða allir hinir og gerir hinum erfiðara fyrir í baráttu sinni. Ég er alls ekki að afsaka neinn nema sjálfan mig núna með því að benda á fólkið sem misnotar kerfið.
Alias var bara nokkuð góður og endaði gífurlega spennandi. Mikið er ég annars fegin því að þessi gaur þarna sem hún stelpa var heit fyrir er horfin úr þáttunum. Fannst hann ekkert skemmtilegur og líka alveg óþolandi að skyndilega þegar hann birtist þá bara getur hún ekki neitt og hann kemur henni til bjargar, sveiattan!
Sem betur fer gerðist ekki neinir aðrir hörmungar í dag eftir að ég skrifaði seinustu færslu og fékk meira segja alveg ágæt símtal sem vonandi leiðir til vinnu :-) ætla ekki að segja of mikið og held ég hafi nú þegar sagt of mikið. Vonandi mun það ekki hafa áhrif....... slæmt karma eða eitthvað. Ég er farin að horfa á Practice!
sjónvarpssjúklingur
Hörmungar dagur
Þessi dagur er sennilegast einn af þeim dögum sem ég hefði hreinlega ekkert átt að fara úr rúminu. Ég fór að vinna í morgun við að keyra út DV til blaðbera, nema hvað ég fékk bíllykla í hendurnar á bílnum sem ég átti að vera á. Ég fór að sækja hann til þess að færa hann nær, nema hvað að ég ætlaði aldrei að fatta hvernig átti að koma blessaða bílnum í bakkgír, ég ýtti niður og til hliðar alveg eins ég gerði þegar ég var þarna seinast en ekkert gekk. Alltaf fór helv........ bílinn áfram í stað þess að bakka. Þangað til mér datt í hug að það væri nú sumir bílar þar sem þurfti að toga gírstöngina upp og til hliðar og blessaði bílinn bakkaði. Þá sem sagt þurfti ég að fara út á bensínstöð til þess að taka bensín á bílin, en mælirinn sýndi að hann hefði um 1/4 af bensín eftir sem ætti að duga rúntinn. Ég kem á bensínstöðina og byrja á því að fara að losa bensínlokið af....... en viti menn það er bara pikkfast. Sama hvað ég reyndi og hamaðis þá tókst það ekki, þannig að ég hringdi í þann sem hefur umsjón með þessu til þess að láta vita að þetta væri nú ekki alveg að takast hjá mér. Þannig að hann segir mér bara að koma tilbaka. Ég sest inn í bílinn og ætla að starta, en lykillinn neitar alfarið að hreyfast, þá finn ég að stýrið hefur lika læst, þannig að ég byrja að reyna að hreyfa stýrið til þess að losa það og svissa eins og maður á að gera þegar þetta gerist. En ekkert gerist, mér er ekki að takast að ræsa bílinn. Þá bara gat ég ekki ekki hugsað mér að hringja aftur eins og auli í aftur í manninn til þess að segja honum nú hvað væri að þannig að auðvita hringdi ég í pabba til þess að leita ráða. Náttúrulega það eina sem hann gat sagt mér væri að reyna að hreyfa stýrið fram og tilbaka og reyna að svissa. Hann var meira segja svo elskulegur að bjóðast til að koma til þess að hjálpa mér, en mér fannst það nú alveg ómöglegt að láta hann koma þegar ég ætti nú að hringja í þann sem sæji um þetta. Ég beit á jaxlinn og hringdi aftur í þann sem hefur umsjón með þessu og sagði honum það sem væri að í þetta skipti og hann ákvað að senda mann mér til hjálpar. Þannig að ég fékk þarna bjargvætt til þess að hjálpa mér úr vandræðunum, hann reyndar gat ekkert frekar en ég losað bensínlokið af og tókst heldur ekki í fyrstu að starta bílnum, enda hafði lykillinn eitthvað bognað við hamaganginn við bensínlokuna. Ok loksins tókst mér að fara í rúntinn minn með blöðin og gekk alveg ágætlega nema þar sem allt var búið að ganga á afturfótunum þá svona var ég nokkuð viss um að eitthvað meira ætti eftir að fara úrskeiðis. Viti menn ég hafði svo rétt fyrir mér því í Vesturberginu varð ég bensínlaus............
Það sem ég varð pirruð og svekkt plús það að ég vara að fara af bílastæði og út á götu akkúrat þegar bílinn drap á sér þannig að ég var á miðri götunni og bílar gátu eiginlega ekki komist framhjá mér hvorugu megin. Sem betur fer voru þarna tvær skólastelpur sem voru á gangi og ég gat platað þær að ýta bílnum þannig að ég fór þó bara fyrir öðru megin og hringdi svo til þess að láta vita. Þá kom annar bjargvættur með bensín á brúsa og þá hófst lika barátta við að opna bensínlokið en hún var hörð og hélt ég á tímabili að strákurinn ætlaði að gefast upp fyrir bensínlokinu. En ég held að hann hafi ekki viljað stríðni í mánuð frá vinnufélögun þannig að hann vann baráttuna sem betur fer og tókst að koma smá bensín ofan í bílinn og keyra hann á næstu bensínstöð þar sem ég rétti bensínkallinum lykilinn til þess að hann mundi hefja baráttuna við ljóta bensínlokið. Bensín komst á bílinn og ég gat hafið rúntinn minn á nýjan leik en því miður var ég í seinna lagi.
Jákvæðu punktarnir eru þó að ekkert slys var hvorki á mér, bílnum né öðru fólki. Einnig það að ég var fljótari þrátt fyrir bensínleysi með rúntinn núna heldur en seinasta mánudag, því ég lagði af stað 25 mín seinna heldur en seinast og þegar ég lagði aftur við prentsmiðjuna þá var hún 20 mín yfir tvö en seinast kom ég tvö. Þannig að þrátt fyrir tafir og það að ég kláraði að þessu sinni rúntinn fyrir utan einn stað þá gekk þetta betur :-)
En óheppnin heldur áfram því ég ætlaði að fara í klippingu í dag en svo hringir frændi minn til að segja mér að konan hans sé veik þannig að ég kemst ekki í dag, en vonandi fer dagurinn batnandi.
Ég fékk reyndar líka mjög sætt vefkort í dag frá vini og tímasetningin var frábær eftir þennan leiðindaga. Takk Árni :)
lengi getur vont versnað!
laugardagur, febrúar 01, 2003
Afmæli
Bella vinkona á afmæli í dag :-), Til hamingju með afmælið Bella mín, vonandi nýtur þú afmælidagsins í botn. En ég er að fara til hennar í kvöld í afmæli, hlakka til að hitta stelpurnar. Svo á vinur hans Jens líka afmæli í dag og óska ég honum einnig til hamingju en efast þó um að hann sjái þetta.
Er andlaus, en líður þá aðeins betur í dag heldur en í gær!
batnandi manni er best að lifa