Gistiheimilið sem við gistum á hérna upp í fjöllum er með frekar fyndinn gestgjafa.
Gestgjafinn er eiginlega frekar frekur og stjórnast í okkur. Einnig talar hún mjög mikið. Fyrsta kvöldið sem við vorum þá var ég með fantaflösku og henni fannst það nú ómöglegt og kom með límonaði þar sem það er mikið hollara. Kvöldið eftir ætlaði hún sér að drekka með mér þrátt fyrir að vita það að ég drykki ekki áfengi.
Það stoppaði hana ekki í því að hella í glas handa mér og var svo frekar spæld þegar ég drakk það ekki.
Í gærkvöldi var hún svo búin að kaupa 2 lítra Fanta handa mér og þrátt fyrir að langa ekkert í Fanta fékk ég mér til þess að reyna að gleðja hana :-) og vera ekki dónaleg.