BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, febrúar 01, 2014

Eitt fjall á mánuði

Ákvað að taka þátt í verkefninu hjá Ferðafélaginu - Eitt fjall á mánuði - léttara.

Fyrsta gangan var 11. janúar en hinsvegar fór ég ekki þá því ég var ekki alveg búin að ákveða mig hvort ég myndi taka þátt og hvort ég hefði tök á því.

Í dag var hinsvegar fyrsta gangan mín, önnur ganga verkefnisins, og var gengið á Blákoll í Svínahrauni. Þegar við hittumst fyrir utan hús FÍ í morgun var hið besta veður - logn og bara flott veður. Hinsvegar breyttist það þegar komið var í Litlu Kaffistofuna - rok. En við heldum af stað - 65 manns og einn hættulegasti parturinn var að fara yfir Suðurlandsveginn.

Gangan var hinsvegar frábær og náðum að vera í logni og smá vari þegar við borðuðum nestið okkar en seinasti parturinn upp á toppinn var hvasst - mjög hvasst. Þegar á toppinn var komið var varla stætt. Náði þó að taka nokkrar myndir og fararstjórinn að segja okkur hitt og þetta. Svo var haldið tilbaka.

En mikið hrikalega var hressandi og gaman að bæði að ganga svona að vetrartíma þrátt fyrir að sé erfiðara og gaman að takast á við veðrið. Eina skiptið sem mér var kalt var þegar ég settist í snjóinn til að borða nestið.

En það verður hinsvegar að viðurkennast að ég er búin að vera frekar dösuð eftir að ég kom heim. Hlakka þó heilmikið til næstu ferðar eftir mánuð :-)

0 Mjálm: