Þá er komið að gera upp 2013 þótt fyrr hefði verið :)
En já árið byrjaði svo sannarlega vel eða í Guatemala og byrjaði því á að vera á nýjum stað og gera eitthvað nýtt sem er stefnan hjá mér að gera á hverju ári - það er að segja eitthvað nýtt. Hvort sem það er staður sem ég fer á eða eitthvað annað.
Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru í útlöndum á nýjum stöðum að upplifa fullt af nýjum hlutum.
Ný lönd 2013
**Guatemala
*Belis
*El Salvador
*Honduras
*Nicaragua
*Costa Rica
*Panama
*Kanada
**Guatemala var kannski ekki alveg nýtt land 2013 þar sem ég kom þangað í desember 2012 en hinsvegar nýtt að upplifa áramót þar ásamt því að ég ferðaðist síðan um landið en hafði gert lítið af því í desember :)
Þetta var því líka mögnuð byrjun á árínu en upplifði það líka að verða ofboðslega þreytt á því að ferðast. Þannig að fyrir vikið stoppaði ég lengi í Panama borg til þess að bæði átta mig á hvað ég vildi gera og hvert ég ætti að fara. Ákvörðun svo tekin eftir 18 daga í Panama borg að halda til Kanada.
Því miður fór ég í engar göngur á árinu 2013 og því engar nýjar gönguleiðir gengnar - tel ekki með útivistarsvæðið fyrir ofan Egilsstaði með.
En fór á nokkra nýja staði innanlands líka sem ég hafði ekki komið á áður - allt í sömu ferð, ja nema einn.
Nýjir staðir innanlands
*Laugarvalladalur
*Sænautasel
*Skessukatlar
**Kverkfjöll og nágrenni
**Var að rugla smá með gönguleiðir en gekk upp Virkisfell við Sigurðarskála í Kverkfjöllum, gekk frá jökli og inn að skála. Ég hafði komið áður í Kverkfjöll fyrir löngu síðan en ekkert stoppað en í haust bauðst mér tækifæri til þess að vera eina helgi - seinustu helgina sem var opið í Kverkfjöllum og var að ganga frá. Það var magnað.
Einnig prófaði ég örnámskeið í salsa í nóvember sem var stórskemmtilegt.
Þannig að nú er bara að finna nýja staði, gönguleiðir og nýja hluti til að gera árið 2014
mánudagur, janúar 27, 2014
2013
Birt af Linda Björk kl. 14:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli