BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, júní 17, 2012

Leggjarbrjótur

Ákvað að fagna þjóðhátíðardeginum með því að ganga forna þjóðleið á milli Þingvalla og Hvalfjarðar eða svokallaðan Leggjarbrjót.

Þetta var 19,8 km löng leið með 460 m hækkun.


Í byrjun var einhver skúr og virtist veðrið ekki alveg vera búin að ákveða sig hvernig það ætti að vera en eftir um klukkutíma göngu eða aðeins meira byrjaði að hellirigna. Af þeim sökum seinkaði hádegismatnum aðeins því við vildum athuga hvort ekki myndi aðeins stytta upp. Þegar stytti upp þá stoppuðum við til að næra okkur en ekki leið á löngu þar til byrjaði að rigna aftur. En það var ekki kalt og ekki vindur þannig að þetta var í góðu lagi. Ég reyndar henti mér úr buxunum þar sem ég hafði ekki farið nógu tímanlegan í regnbuxurnar. Skellti mér í ullina og svo regnbuxur.

Einhverra hluta vegna tekst mér alltaf að vera með drullu upp að hnjám meða aðrir sem vaða drullu eru rétt um ökkla eða fyrir neðan kálfa - en ekki ég!




Seinni helming leiðar hætti að rigna og í lokin þá var sólin farin að skína. Ferðin var heldur lengri en áætlað var þar sem einn maður missti botninn undan skónum sínum - í bókstaflegri merkingu og gekk hann að minnsta kosti seinasta hlutann á sokkunum!
 

Fannst þetta heldur ekki erfið leið, hækkun var einhvern veginn jöfn og þétt. Ekkert snarbratt eða erfitt.  Er líka einstaklega ánægð með að hafa drifið mig og ekki síst er ég ánægðust yfir því að ég rak aldrei lestina og var svona frekar fyrir miðju hópsins mest allan tímann. Skemmtileg tilbreyting :)

0 Mjálm: