Brokeback mountain
Myndin Brokeback mountain var sýnd á Rúv í kvöld. Ég var alveg með á hreinu að ég hafði séð þessa mynd en ákvað að horfa á hana aftur.
Í seinni helmingnum þá fannst mér ég ekki hafa séð mörg atriðina og voru sem ný þannig að ég reyndi að rifja upp hvar ég hafði séð myndina en var með á hreinu að ég hefði nú séð hana á ferðalaginu mínu 2006.
Upp stóð að ég hefði sennilegast séð hana í Ástralíu, annað hvort í Sidney eða Cairns þar sem ég var með á hreinu hvaða myndir ég sá í Hong Kong, Kuala Lumpur og Darwin. Líka nokkuð öruggt að þessi mynd hefði aldrei verið sýnd í Kuala Lumpur (Malasía). En þetta truflaði mig gífurlega, vita það að ég hafi séð myndina en ekki munað eftir svona mörgu í myndinni. Úr var því að ég fletti því upp hérna á blogginu. Þannig komst ég að því að ég sá þessa mynd í Sidney og það fljótlega eftir að ég kom til Ástralíu.
Bloggið er til margs hluta nytsamlegs því það er uppflétti"rit" fyrir mig :)
sunnudagur, janúar 15, 2012
Birt af Linda Björk kl. 02:25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli