BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, júlí 21, 2011

Snæfell

Var í afleysingum í Snæfelli tvo daga.

Var mjög fínt að komast úr hinu venjulega umhverfi og prófa eitthvað nýtt :) og ekki síður að vita hvað bíður mín þegar ég fer aftur í ágúst að leysa af.

Kom á sunnudagskvöldinu og var þoka og súld, svona frekar hráslagalegt, einnig á mánudeginum. En það birti svo til á mánudagskvöldið og fengum við þetta himneska veður og frábæra útsýni.



Snæfell sýndi sig og

ekki verra að við sáum glitta í topp Herðubreiðar sem glóaði svo fallega um kvöldið.

Á þriðjudeginum hélt góða veðrið áfram og við fórum í smá könnunarleiðangur. Einnig er þrælgaman að tala við yfirmanninn eins og sjá má.


Sáum yfir Eyjabakka og Eyjabakkajökul.

Fór síðan niður aftur á þriðjudagskvöldinu eftir kvöldmat í smá þokubakka á heiðinni. Það var ekki einungis nýtt svæði sem ég var á í landvörslu heldur einnig prófaði ég hafragraut fyrsta skipti á ævinni á mánudagsmorgninum!

Ekki var hann alslæmur þannig að fékk mér aftur á þriðjudeginum. Spurning hvort þetta verði þá ekki bara þegar ég er uppfrá!

0 Mjálm: